fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. október 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaxandi stuðningur er fyrir aðild að Evrópusambandinu og því að taka upp aðildarviðræður að nýju, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Já Ísland. Fleiri Íslendingar vilja taka upp evru í stað þess að halda íslensku krónunni, samkvæmt tilkynningu frá Já Ísland.

Samkvæmt könnuninni fer stuðningur við aðild að Evrópusambandinu vaxandi þar sem um 43% landsmanna eru nú fylgjandi aðild en 57% á móti. Stuðningur við aðild hefur aukist um tvö og hálf prósentustig frá því í september 2017 en níu prósentustig miðað við febrúar 2017.

Athygli vekur að yngsti aldurshópurinn (18 – 24 ára) segist líklegastur til að kjósa með aðild eða um 49%.

Þeim sem vilja taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á ný hefur sömuleiðis fjölgað þar sem 40% eru því hlynntir eða um tveimur prósentustigum fleiri en í september 2017.  Rúmlega 44% eru andvígir því að hefja aðildarviðræður að nýju en um 15% eru hlutlausir.

Þá eru verulega fleiri landsmenn fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti. Er þetta í fyrsta skiptið frá því að hafið var að kanna viðhorf almennings til gjaldmiðilsins að fleiri eru fylgjandi því að taka upp evru heldur en að halda í krónuna.

 

Samtökin Já Ísland eru „sameiginlegur vettvangur Evrópusinna, einstaklinga og samtaka. Það er samfélag þeirra sem vilja vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri og öfgalausri umræðu um aðildina,“ samkvæmt heimasíðu.

 

Um könnunina

Framkvæmdatími 13. – 25. september 2018

Aðferð Netkönnun

Úrtak 1409 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup

Úrtak 1409

Svara ekki 648

Fjöldi svarenda 761

Þátttökuhlutfall 54%

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla