fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Skýrsla innflytjendaráðs: Auka þarf upplýsingaflæði og efla utanumhald

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra

Innflytjendaráð hefur skilað félags- og jafnréttismálaráðherra skýrslu um störf sín árið 2017 í samræmi við lög um málefni innflytjenda.

Starfandi innflytjendaráð var skipað af þáverandi ráðherra, Þorsteini Víglundssyni þann 23. mars 2017 en samkvæmt lögunum skal skipa í ráðið eftir hverjar alþingiskosningar.

Innflytjendaráð hefur á starfstíma sínum haldið átta fundi, auk tveggja funda með helstu hagsmuna- og samstarfsaðilum sem haldnir voru til þess að kynna þróunarsjóð innflytjendamála og ræða um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.

Síðastliðið haust stóð innflytjendaráð fyrir samráðsfundi til að skapa samræðuvettvang þeirra sem tilgreindir eru sem framkvæmda- og samstarfsaðilar í aðgerðum sem kveðið er á um í framkvæmdaáætluninni. Auk umfjöllunar um aðgerðir áætlunarinnar voru á fundinum kynntar niðurstöður viðhorfskönnunar um innflytjendur sem gerð var í samræmi við áætlunina.

Í ársskýrslunni bendir innflytjendaráð á að auka þurfi upplýsingaflæði milli ráðuneyta, ríkisstofnana, sveitarstjórna og hagsmuna- og félagasamtaka við framkvæmd aðgerða í áætluninni og tryggja aðkomu þeirra að gerð tillagna að aðgerðum eins og  áætlunin kveður á um: „Jafnframt er mikilvægt að efla utanumhald um framvindu verkefna og taka reglulega stöðumat á aðgerðum. Framkvæmd aðgerðanna hefur seinkað, ekki síst vegna tíðra breytinga innan stjórnsýslunnar. Nauðsynlegt er að tryggja framkvæmd allra aðgerðanna með fullnægjandi fjármagni á fjárlögum og hefur Fjölmenningarsetur nú sent beiðni um upplýsingar um stöðu verkefna til allra ábyrgðaraðila aðgerða framkvæmdaáætlunarinnar“ segir meðal annars í skýrslu innflytjendaráðs.

Tatjana Latinovic hefur gegnt formennsku í innflytjendaráði og hefur fallist á ósk Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, um að halda formennskunni áfram, en hann mun á næstunni skipa fulltrúa ráðsins til setu fram að næstu alþingiskosningum, líkt og lög gera ráð fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn