fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Tuttugu milljóna króna aukaframlag til Neyðarsjóðs SÞ

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2018 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurleg aukin fjárþörf til mannúðarmála leiðir til þess að Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) hefur rúmlega tvöfaldað söfnunarmarkmið sín til mannúðaraðstoðar, úr 450 milljónum bandarískra dala árlega upp í einn milljarð dala fyrir árið 2018. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við neyðarbeiðni sjóðsins með 20 milljóna króna aukaframlagi.

Neyðarsjóður SÞ (CERF) er ein af áherslustofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar. Sjóðurinn var stofnaður 2006 til að gera SÞ kleift að bregðast annars vegar hraðar við neyðarástandi og hins vegar til að veita nauðsynlega aðstoð til mannúðarverkefna sem ná takmarkaðri athygli umheimsins eða hafa ekki náð að laða að sér nægt fjármagn frá framlagsríkjum. Sjóðurinn heyrir undir Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) en hefur aðskilinn fjárhag og yfirstjórn.

Ráðuneytið og CERF gerðu á síðasta ári rammasamning til þriggja ára, 2017–2019, sem tekur mið af úthlutunarreglum CERF og áherslum Íslands í mannúðarmálum. Samningurinn felur í sér loforð um að veita að lágmarki 50 milljónir króna í óeyrnamerkt kjarnaframlög á ári sem greidd eru í upphafi hvers árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn