fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Benedikt vænir Vinstri græna um lýðskrum-Vill að ríkisstjórnin lágmarki skaðann og geri sem minnst

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar.

Benedikt Jóhannesson, stofandi Viðreisnar og fyrrum fjármálaráðherra, ritar um popúlisma, eða lýðskrum, í Morgunblaðið í dag. Hann segir fyrirbærið jafngamalt stjórnmálunum, alltaf hafi verið til stjórnmálamenn sem vilji veita almenningi allt fyrir ekkert og það hljómi sem ljúf tónlist í eyrum kjósenda:

„Á tímum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens árið 1981 tók ríkið erlent kúlulán á 14,5% vöxtum, lán sem átti að greiða upp eftir 35 ár og var í umræðunni almennt kallað barnalánið. Börnin máttu borga. Vinstri hreyfingin – græn framboð setti fram tillögur um útgjaldaaukningu ríkissjóðs upp á 334 milljarða króna síðastliðið vor. Þó að þingmenn flokksins séu allra manna málglaðastir í pontu var því aldrei svarað hvernig ætti að fjármagna þessi útgjöld, nema hvað skattar á almenning áttu ekki að hækka. Einhverjir aðrir áttu að borga. Kjósendur sáu reyndar í gegnum þennan málflutning því líklega hefur enginn flokkur tapað jafnmiklu fylgi í kosningabaráttunni og VG haustið 2017,“

segir Benedikt.

Þá segir hann að fleiri flokkar stundi það að lofa upp í ermar annarra og bendir á aðra tegund popúlisma sem reynst hafi vel:

„Samfélaginu er skipt upp í gott fólk og vont fólk. Vonda fólkið getur verið af ýmsu tagi. Það getur verið elítan, eina prósentið, stjórnvöld, innflytjendur, menningarvitar, stórmarkaðirnir, trúfélög, bankarnir. Allt spillta forréttindaliðið. Góða fólkið er allur almenningur og stjórnmálamaðurinn sem talar máli hinna óspilltu. Popúlistanum finnst ekkert að því að tala um að skattar skuli vera almennir á sama tíma og hann predikar að „góðar atvinnugreinar“ eins og fjölmiðlar eða ferðaþjónusta borgi lægri skatta en aðrir. Eitt versta dæmið um misbeitingu popúlisma í íslenskri pólitík voru réttarhöldin gegn Geir Haarde. Samflokksmenn Geirs hafa nú leitt fimm af þeim sem stóðu að ákærunni á hendur honum í æðstu valdastóla á Íslandi.“

Benedikt segir síðan að hann voni að ríkisstjórnin lágmarki skaðann með leti:

„Íslenska orðið lýðskrum er gagnsærra hugtak en popúlismi. Því miður var helsta niðurstaða síðustu kosninga að lýðskrum og sérhagsmunastefna náðu undirtökum. Vonandi tekst að lágmarka skaðann með því að ríkisstjórnin geri sem minnst.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum