fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Mun minnihlutinn í Garðabæ sameinast ?

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 29. janúar 2018 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórnarminnihlutinn í Garðabæ, sem samanstendur af Bjartri framtíð, Samfylkingu og Lista fólksins, íhugar nú sameiginlegt framboð gegn Sjálfstæðisflokknum fyrir næstu sveitastjórnarkosningar í maí. Þetta kemur fram á Vísi.

Sjálfstæðisflokkurinn er með sjö fulltrúa í meirihluta, en Björt framtíð er með tvo, Samfylking einn og listi fólksins einn í minnihlutanum.

Bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, Halldór J. Jörgenssen, segir við Vísi að slíkt framboð hafi einnig verið rætt fyrir síðustu kosningar:

„Þetta var komið ansi langt skilst mér fyrir fjórum árum síðan en svo slitnaði upp úr því á síðustu stundu.“

Samkvæmt Halldóri eru viðræðurnar ekki komnar langt en flokkarnir séu viljugir til viðræðna.

Garðabær hefur verið eitt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins um árabil en Halldór segir það „heilbrigt fyrir alla“ að skipta út, allavega eitt kjörtímabil. Hann viðurkennir þó að flokkarnir séu ekkert svo „rosalega ósammála í Garðabæ“,  í bæjarstjórninni sé „indælisfólk“ sem sé sammála um flest mál, en þetta snúist meira um hvernig eigi að vinna hlutina, ekki hvort.

Halldór vildi ekki gefa upp nein tímamörk varðandi ákvörðun samstarfs flokkanna, aðeins að það væri betra fyrr en seinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur