fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Íslendingum fjölgaði um 1840 manns undir lok síðasta árs

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 29. janúar 2018 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok 4. ársfjórðungs 2017 bjuggu alls 348.580 manns á Íslandi, 177.680 karlar og 170.910 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.840 á ársfjórðungnum. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 222.590 manns en 126.000 utan þess. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Alls fæddust 1.020 börn á 4. ársfjórðungi, en 550 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 1.390 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 110 umfram brottflutta, og var aldurskipting þeirra nokkuð jöfn fyrir utan aldurshópinn 20-29 ára en það var eini aldurshópurinn þar sem fleiri fluttust frá landinu en til þess. Aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.280 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu og voru 520 af þeim á þrítugsaldri.

Búferlaflutningar eftir aldurshópum á 4. ársfjórðungi 2017
Alls Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar
Aldur Aðfluttir umfram brottflutta Aðfluttir Brottfluttir Aðfluttir umfram brottflutta Aðfluttir Brottfluttir Aðfluttir umfram brottflutta Aðfluttir Brottfluttir
Alls 1.390 3.080 1.690 110 610 500 1.280 2.470 1.190
Yngri en 10 ára 90 200 110 25 100 70 60 100 40
10-19 ára 160 230 70 35 80 50 130 150 20
20-29 ára 500 1.220 730 -25 130 160 520 1.090 570
30-39 ára 330 720 400 35 130 100 290 590 300
40-49 ára 240 430 190 30 80 50 210 350 140
50-59 ára 70 190 120 10 50 40 60 140 80
60 ára og eldri 10 80 70 5 40 35 5 35 30

Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 140 manns á 4. ársfjórðungi. Alls fluttust 500 íslenskir ríkisborgarar frá landinu og af þeim fluttust 270 til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (190), Noregi (140) og Svíþjóð (100),samtals 430 manns af 610. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 890 til landsins af alls 2.470 erlendum innflytjendum. Litháen (Lietuva) kom næst, en þaðan fluttust 250 erlendir ríkisborgarar til landsins. Í lok fjórða ársfjórðungs bjuggu 37.950 erlendir ríkisborgarar á Íslandi.

Mannfjöldi, fæðingar, andlát og búferlaflutningar á 4. ársfjórðungi 2017
  Alls Karlar Konur
Mannfjöldinn í lok ársfjórðungsins 348.580 177.680 170.910
Mannfjöldinn í upphafi ársfjórðungsins 346.750 176.590 170.160
Breyting 1.840 1.090 750
Fæddir 1.020 520 490
Dánir 550 300 250
Aðfluttir umfram brottflutta 1.390 870 520
Aðfluttir 3.080 1.870 1.210
Brottfluttir 1.690 1.000 690
Allar tölur eru námundaðar að næsta tug ef mannfjöldinn er meiri en 50 en að næsta hálfa tug ef talan er lægri. Ekki er tryggt að tölur gangi upp í samtölur vegna námundunarinnar.

Mannfjöldinn er reiknaður eins og hann stendur samkvæmt þjóðskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur