fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Samtök ferðaþjónustunnar: Stórefla þarf innviði flugvalla á landsbyggðinni

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 27. janúar 2018 09:13

Akureyrarflugvöllur Mynd-Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akureyrarflugvöllur                                     Mynd-Stjórnarráðið

Ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar

Aukinn straumur ferðamanna til Íslands á undanförnum árum hefur haft afar jákvæð og góð
áhrif á samfélagið allt og efnahag þess. Vöxturinn hefur, enn sem komið er, að mestu átt sér
stað á suðvesturhorni landsins en þó hefur hlutfallslegur vöxtur á landsbyggðinni verið að
aukast. Stigin hafa verið ákveðin skref í að styðja við ferðaþjónustu á landsbyggðinni, enda er
það yfirlýst stefna stjórnvalda og atvinnugreinarinnar að fjölga ferðamönnum um allt land og
það allan ársins hring.

Miklir hagsmunir í húfi
Þann 12. janúar sl. hóf bresk ferðaskrifstofa flug á milli nokkurra borga í Englandi til Akureyrar.
Fjórtán flug hafa verið sett upp til Akureyrar fram í mars nk. og vel hefur gengið að selja í
ferðirnar, en ætla má að um 2500 erlendir ferðamenn sæki Norðurland heim á tímabilinu.
Munar um minna fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, en um er að ræða 8-10 þúsund gistinætur
á tímabilinu og 15-20% veltuaukningu í ferðaþjónustu sé mið tekið afsömu mánuðum á síðasta
ári. Áætlanir eru um frekara samstarf næsta vetur gangi samstarfið vel.

Nú er svo komið að í tvígang hafa flugvélar þurft að snúa frá Akureyrarflugvelli þar sem
völlurinn er ekki þeim tækjum búinn sem millilandaflug krefst. Það er ólíðandi að
millilandaflugi til og frá Akureyri, sem unnið hefur verið markvisst að á vettvangi
ferðaþjónustunnar og stjórnvalda sé stefnt í voða með þessum hætti. Auk þess að setja upp
svokallaðan ILS aðflugsbúnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli þarf að ráðast í að bæta
flughlað og huga að stækkun á flugstöðinni þannig að hægt sé að sinna millilandaflugi og
þjónustu við flugfarþega með viðunandi hætti. Í þessu samhengi er minnt á mikilvægi
Akureyrarflugvallar sem varaflugvallar fyrir millilandaflug.

Ótraustir innviðir flugsamgangna á landsbyggðinni
Traustir samgönguinnviðir gegna lykilhlutverki fyrir ferðaþjónustu á Íslandi rétt eins og fyrir
landsmenn alla. Ljóst er að stórefla þarf alla innviði flugsamgangna hér á landi, en uppsöfnuð
viðhaldsþörf annarra flugvalla og lendingarstaða en Keflavíkurflugvallar, nemur á bilinu 2-3
milljörðum króna samkvæmt nýrri skýrslu um Innviði á Íslandi sem Samtök iðnaðarins gáfu út
fyrir skemmstu. Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða lofti, skipta miklu máli
þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir
vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja.

Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað bent á að viðhaldi flugvallarmannvirkja og endurnýjun
flugleiðsögubúnaðar sé ábótavant og hefur svo verið um langt árabil. Ljóst er að til að sinna
lágmarksviðhaldi á þeim 13 flugvöllum, öðrum en Keflavíkurflugvelli, sem innanlandsflug er
stundað á, vantar, þegar á þessu ári, um 400 milljónir króna skv. nýsamþykktum fjárlögum. Við
óbreytt ástand verður ekki unað, enda óásættanlegt fyrir ferðamenn, innlenda jafnt sem
erlenda, að flugsamgöngum sé ógnað með þessum hætti og kerfinu leyft að grotna niður. Til
að hægt sé að nýta þau tækifæri sem felast í beinu millilandaflugi, bæði á Norður- og
Austurlandi yfir vetrarmánuðina verða innviðir að vera fullnægjandi. Um leið eflist
innanlandsflug hér á landi.

Horfa verður til framtíðar
SAF skora á stjórnvöld að bregðast við þeim aðstæðum sem komnar eru upp hvað varðar
innanlandsflug og stöðu flugvalla á Íslandi. Jafnframt hvetja samtökin stjórnvöld til að ráðast í
stefnumótun hvað varðar flugsamgöngur á Íslandi þar sem horft er til langstíma og unnið eftir
skýrri framtíðarsýn og henni fylgt eftir með viðeigandi fjárveitingum.

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur alla burði til að stuðla að áframhaldandi hagvexti, en það verður
ekki gert öðruvísi en með traustum innviðum, ekki síst í flugsamgöngum. Miklir hagsmunir eru
í húfi fyrir ferðaþjónustu á Íslandi sem og landsmenn alla.

27. janúar 2018
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur