fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Katrín vék sér undan óþægilegum spurningum um siðareglur – Viðsnúningur frá því fyrir ári síðan

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 26. janúar 2018 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði fyrirspurn fyrir forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur í gær á þingi, um siðareglur ríkisstjórnarinnar í fimm liðum.

Síðasta fyrirspurnin laut að töfum á birtingu skýrslu Bjarna Benediktssonar, þáverandi  fjármálaráðherra, um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fyrir kosningar árið 2016, og var hún svohljóðandi:

 

„Braut ráðherra siðareglur með töfum á birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum?

 

Í svari sínu sagði forsætisráðherra að það væri ekki hennar hlutverk að taka afstöðu um slíkt:

 

„Samkvæmt siðareglum ráðherra nr. 1250/2017 hefur forsætisráðuneytið ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðherrum um túlkun þeirra. Það er hins vegar ekki hlutverk forsætisráðuneytisins að kveða upp úrskurði um það hvort siðareglur hafa verið brotnar í einstökum tilvikum.“

 

Einnig spurði Björn Leví um hver legði mat á gögn ráðherra er varði almannahag:

 

 Hver leggur mat á hvort upplýsingar sem ráðherra hefur undir höndum varðandi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum varði almannahag eða ekki, sbr. 6. gr. siðareglna ráðherra um upplýsingagjöf og samskipti við almenning?“

 

Katrín svaraði því til, að það væri ráðherra sjálfur sem leggja ætti mat á slíkt :

„Mat á því hvort upplýsingar, sem ráðherra hefur undir höndum, varði almannahag, sbr. 6. gr. siðareglna ráðherra, er á hendi viðkomandi ráðherra.“

 

Málið er vissulega snúið fyrir Katrínu, þar sem annað hljóð var í strokknum fyrir um ári síðan. Katrín sjálf spurði í óundibúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þann 6. febrúar 2017, hvort Bjarni skuldaði ekki Alþingi afsökunarbeiðni og hvort hann væri sáttur við sína frammistöðu varðandi skýrsluna og hvort hann teldi ekki að hann hefði átt að gera betur.

 

Skýrslan sem um ræðir var tilbúin í fjármálaráðuneytinu 13. september 2016 en þingkosningarnar fóru fram í október sama ár. Það var ekki fyrr en í byrjun janúar 2017 sem kom í ljós að skýrslan var löngu tilbúin, en Bjarni Benediktsson sagði í viðtali að skýrslunni hefði ekki verið skilað í hans ráðuneyti fyrr en í október, eftir þingslit. Þetta reyndist rangt hjá Bjarna.

Hann baðst síðar velvirðingar  á þessu öllu saman í viðtali við RÚV:

 

„Það sem ég átti við, og var í huga mér, var það að þegar þessi skýrsla er kynnt fyrir mér, sem er þarna já fyrstu vikuna í október, þá standa yfir samningar um þinglok og það er beðið eftir því, og reyndar krafa stjórnarandstöðunnar að við ættum að vera löngu farin heim, og sú hugsun mín að málið gæti fengið efnislega meðferð í þinginu var í raun og veru óraunhæf á þeim tíma. Í huga mínum í gær þá hugsaði ég með mér, mér leið eins og þingið hefði bara verið farið heim, en þetta var kannski ekki nákvæm tímalína hjá mér og ég biðst nú velvirðingar á því.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur