fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Samband íslenskra sveitafélaga gagnrýnir frumvarpsdrög um lögheimilisskráningar

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gangi þær róttæku breytingar á lögheimilisskráningum eftir, sem lagðar hafa verið til í frumvarpsdrögum um lögheimili og aðsetur, gæti það dregið verulegan dilk á eftir sér. Auk réttaráhrifa á skiptingu útsvarstekna og réttindi íbúa, þá eru þar ákvæði sem grafa undan skipulagsvaldi sveitarfélaga til lengri tíma litið.“

Þetta segir í frétt á vef Sambands íslenskra sveitafélaga um  drög að frumvarpi til laga um lögheimili og aðsetur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni. Fyrirsögn fréttarinnar er: Vanda þarf betur til verka.

Þar segir:

Samband íslenskra sveitarfélaga gerir í umsögn um drögin alvarlegar athugasemdir við þau ákvæði sem lúta að lögheimilisskráningum í annars vegar frístundabyggð og hins vegar í atvinnuhúsnæði. Jafnframt er mælst til þess að ákvæði um tvöfalda lögheimilisskráningu hjóna verði endurskoðuð, m.a. með tilliti til sambýlisforms.

Í drögunum er gert ráð fyrir að lögheimilisskráning verði heimil í frístundabyggð og í atvinnuhúsnæði, en þó aðeins að því skilyrði uppfylltu að sveitarstjórn samþykki skráninguna sérstaklega og að stjórnvaldsfyrirmælum í lögum og reglum hafi verið framfylgt.

Að mati sambandsins duga slík skilyrði þó skammt, þar sem sneitt er í frumvarpinu fram hjá þeim réttaráhrifum sem breytingar á lögheimilislögum gætu haft á m.a. útsvarsgreiðslur og rétt íbúa til þjónustu.

Riðlist jafnvægi á milli útsvarsgreiðanda og notenda nærsamfélagsþjónustu að einhverju marki, mun það hafa þær afleiðingar að þjónusta sveitarfélaga verður óhagkvæmari og dýrari í rekstri. Samhliða stæði krafa þeirra sem eiga lögheimili utan skilgreindra íbúðarhverfa til þjónustu sveitarfélagsins á veikari grunni en ella og má þar nefna aðgengi að t.a.m. leik- og grunnskólum, félags- og öldrunarþjónustu og reglubundnum snjómokstri.

Þá er að mati sambandsins ekki síður alvarlegt, að lagaheimildir sem opna á lögheimilisflutninga þvert á samþykkt skipulag, grafa augljóslega undan skipulagsvaldi sveitarfélaga til lengri tíma litið.

Af öðrum augljósum annmörkum má svo nefna það skilyrði, að heimila lögheimilisskráningu þvert á samþykkt skipulag – að því gefnu að sú skráning sé í samræmi við kröfur laga og reglna um skipulag. Skipulagslög eru  afdráttarlaus hvað afmörkun eftir landnýtingu snertir. Óheimilt er að skipuleggja íbúðarhúsnæði þar sem gert er skv. gildandi skipulagi ráð fyrir frístundabyggð og hvað atvinnuhúsnæði snertir, þá má ekki, nema í afmörkuðum undantekningartilvikum, skilgreina íbúðarhúsnæði þar sem gert er ráð fyrir atvinnuhúsnæði. Skilyrðið felur að þessu leyti í sér þann ómöguleika, að lögheimilisskráning þvert á gildandi skipulag hlýtur að stríða gegn skipulagslögum.

Einnig er margt sem horfir til betri vegar í frumvarpsdrögunum og tekur sambandið í umsögn sinni m.a. undir þau markmið, að löggjöf um lögheimili og aðsetursskráningar sé skýr og auðskiljanleg og að stuðlað verði að því að slík skráning sé ávallt sem réttust og fari að mestu leyti fram með rafrænum hætti.

Varðandi tvöfalda lögheimilisskráningu hjóna, bendir sambandið á, að sá réttur þyrfti einnig að ná til sambýlisfólks. Jafnframt telur sambandið að betur fari á því, að slík skráning verði heimil tímabundið, enda oftar en ekki um tímabundnar aðstæður að ræða hjá fólki.

Í ljósi þeirra alvarlegu athugasemda sem gerðar eru við frumvarpsdrögin telur sambandið ljóst að nægileg greining á áhrifum frumvarpsins á sveitarfélög hafi ekki farið fram og er mælst til þess að umrædd frumvarpsdrög verði tekin til endurskoðunar.

Skipulagsmálanefnd sambandsins fjallaði um frumvarpsdrögin á fundi sínum 12. janúar sl. og samþykkti eftirfarandi bókun vegna málsins:

Skipulagsmálanefnd sambandsins telur mikilvægt að drög að frumvarpi til laga um lögheimili og aðsetur fái vandaða rýni áður en það verður lagt fram á Alþingi. Að áliti nefndarinnar er rétt að halda þeirri stefnu að notkun húsnæðis skuli vera í samræmi við skipulag. Tillögur í frumvarpinu víkja frá þeirri meginreglu, einkum varðandi skráningu lögheimilis í frístundabyggð eða iðnaðar- eða atvinnuhúsnæði verði heimiluð en lagt var bann við slíkri skráningu fyrir rúmum áratug.

Skipulagsnefndin áréttar að atvinnuhúsnæði er ekki ætlað til fastrar búsetu. Sækja þarf um leyfi fyrir breyttri notkun húsnæðis og er slíkt leyfi eingöngu veitt þegar breyting er heimil samkvæmt gildandi skipulagsáætlunum. Frávik frá þeirri reglu að ekki sé heimilt að skrá búsetu í slíku húsnæði mun til lengri tíma litið grafa undan virkni skipulagsáætlana sveitarfélaga og kallar jafnframt einnig á breytingar á skipulagslöggjöf.

Skipulagsmálanefnd er hins vegar meðvituð um að mikið er um búsetu í atvinnuhúsnæði og er mikilvægt að ríki og sveitarfélög skoði í sameiningu hvernig hægt er að tryggja sem best öryggi og réttindi fólks sem þar býr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur