fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg malbikar fyrir tvo milljarða næsta sumar – Dugar fyrir 43 kílómetrum

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV

Lagðir verða 43 kílómetrar af malbiki næsta sumar og hljóðar kostnaðaráætlun fyrir malbiksframkvæmdir á þessu ári upp á tæpa tvo milljarða króna. Aldrei hefur verið malbikað jafn mikið í borginni á einu ári, en þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir 2018 á fundi sínum í morgun.

Um er að ræða bæði malbikun yfirlaga sem og endurnýjun með fræsingu og malbikun. Lagt er til að 43 kílómetrar af götum borgarinnar verði malbikaðir sem er algjört met í malbikun á einu ári. Það eru um 10% af heildarlengd gatnakerfisins í Reykjavík. Kostnaðaráætlun fyrir malbikun yfirlaga er 1.740 mkr en að auki verður unnið við malbiksviðgerðir og er kostnaður við þær áætlaður 237 mkr.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir framkvæmdirnar í ár vera hluti af átaki í malbikun sem var sett af stað árið 2016. „Árið 2017 var metár í malbikun en árið 2018 verður ennþá stærra. Við erum við að fara að malbika yfir 10% af gatnakerfinu í heild í öllum hverfum borgarinnar sem ég er mjög ánægður með. Í fyrra fórum við í 30 km og í ár í 43 km þannig að þetta átak er einstakt í sögu borgarinnar að þessu leiti. Þau verkefni sem Vegagerðin fer í bætast svo við þessar tölur en Vegagerðin er þátttakandi í malbiksátakinu.“

Framkvæmdir ársins 2018 eru í samræmi við áætlun um endurnýjun á malbiki á götum Reykjavíkurborgar til næstu fimm ára. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018-2022 er gert ráð fyrir rúmum sex milljörðum króna til endurnýjunar á malbiksyfirlögum auk hefðbundinna malbiksviðgerða.

Áhersla verður lögð á umferðarmiklar götur með hátt þjónustustig. Að auki verður endurnýjað malbik á götum þar sem framkvæmdir við endurnýjun gatna fara fram einkum í miðborginni.

Götur og götukaflar sem eru í forgangi 2018 eru:

Aflagrandi, Arnarbakki, Austurgerði, Álfabakki, Álfaborgir, Álfheimar, Álftahólar, Álftamýri, Árkvörn, Ármúli,, Ásasel, Ásendi, Ásgarður, Bakkastaðir, Bakkastígur, Baldursgata, Bankastræti, Básbryggja, Básendi, Birtingakvísl, Bitruháls, Bíldshöfði, Bjargarstígur, Bláskógar, Bleikjukvísl, Blikahólar, Borgargerði, Borgartún, Borgavegur/Gullengi, Bókhlöðustígur, Bólstaðarhlíð, Bragagata, Breiðhöfði, Brekkugerði, Brekkulækur, Bræðraborgarstígur, Bústaðavegur, Bæjarbraut, Bæjarháls, Drekavogur, Dúfnahólar, Dverghamrar, Efstaleiti, Engjateigur, Esjugrund, Eskihlíð, Eskitorg, Fannafold, Faxafen, Fellsmúli, Fjarðarás, Fjörutún, Flúðasel, Flyðrugrandi, Fornistekkur, Fossvogsvegur, Frakkastígur, Fríkirkjuvegur, Frostafold, Funafold, Furumelur, Gaukshólar, Gerðhamrar, Grensásvegur, Grundarhús, Grænlandsleið, Guðrúnargata, Gullengi,, Haðarstígur, Hagamelur, Hamrastekkur, Hamravík, Háahlíð, Háaleitisbraut, Heiðargerði, Heiðarsel, Helgugrund, Hesthúsavegur, Hlemmur, Holtavegur, Hólaberg, Hólavallagata, Hraunbær, Hvammsgerði, Hvassaleiti, Hverfisgata, Höfðabakki, Jöklasel, Jökulgrunn, Jörfabakki, Jörfagrund, Kambsvegur, Kapellutorg, Kaplaskjólsvegur, Katrínartún, Kleppsvegur, Klukkurimi, Klyfjasel, Kringlan, Kvisthagi, Langagerði, Langholtsvegur, Langirimi, Laufásvegur, Laugavegur, Laxakvísl, Lágmúli, Leiðhamrar, Listabraut, Litlagerði, Litlahlíð, Lokinhamrar, Lækjargata, Malarsel, Melbær, Miðhús, Miklabr/Kringlan N-Rampi, Miklabr/Kringlan Sa-Rampi, Nauthólsvegur, Neðstaleiti, Njarðargata,, Njálsgata, Norðurás, Norðurfell, Nóatún, Núpabakki, Nönnufell, Rafstöðvarvegur, Rauðagerði, Rauðarárstígur, Reykjanesbr/Breiðholtsbr,, Reykjavegur, Réttarsel, Rofabær, Rósarimi, Salthamrar, Sauðás, Seiðakvísl, Seljabraut, Selmúli, Sigluvogur, Síðusel, Skálholtsstígur, Skeiðarvogur, Skeifan, Skildingatangi, Skipholt, Skothúsvegur, Skógargerði, Skógarsel, Skriðusel, Sléttuvegur, Smárarimi, Smyrilshólar, Smyrilsvegur, Snorrabraut, Sogavegur, Sólheimar, Sóltorg, Sólvallagata, Spítalastígur, Stekkjarbakki, Stigahlíð, Stjörnugróf, Stokkasel, Strandvegur, Straumur, Stuðlasel, Suðurgata, Suðurlandsbraut, Sundlaugavegur, Súðarvogur, Súluhólar, Sæmundargata, Tryggvagata, Tungusel, Tunguvegur, Túngata, Ugluhólar, Urriðakvísl, Vagnhöfði, Vallarás, Vallarhús, Vallengi, Valshólar, Varmahlíð, Vatnsmýrarvegur, Vatnsveituvegur, Veðurstofuvegur, Veghús, Vegmúli, Veiðimannavegur, Vesturás, Vesturberg, Vesturberg, Vesturfold, Vesturlandsv./Grjótháls, Vesturlandsv./Víkurvegur, Viðarás, Viðarhöfði, Viðarrimi, Viðarrimi, Víðihlíð, Víðimelur, Víkurbakki, Víkurvegur, Vínlandsleið, Vonarstræti, Völundarhús, Þingás, Þorragata, Þrándarsel, Þúfusel, Þverársel, Þverás.

Listinn getur breyst eftir því hvernig göturnar koma undan vetri og eftir ástandsskoðun næsta vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur