fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Klofin nefnd um fjölmiðla

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér má lesa skýrslu nefndar um rekstrarvanda einkarekinna fjölmiðla. Þetta er langt og ítarlegt plagg, heilar 70 blaðsíður. Fjölmiðlar hafa birt niðurstöður nefndarinnar í nokkrum liðum. Það hefur þó lítt komið fram að nefndin klofnaði. Í henni sátu fimm einstaklingar, formaður var Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri, nú almannatengill hjá KOM.

Ef lesið er aftur á blaðsíðu 50 má sjá álit minnihluta nefndarinnar, Elfu Ýrar Gylfadóttur, framkvmdastjóra fjölmiðlanefndar,  og Hlyns Ingasonar, lögfræðings og fulltrúa  fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Þau gjalda varhug við því að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði eins og nefndin leggur til. Nefna þau nokkrar ástæður, meðal annars þá að allsendis sé óvíst að auglýsingatekjurnar muni skila sér til einkareknu fjölmiðlanna og einnig að þarna sé mikil hætta á því að Ríkisútvarpið veikist til muna:

Á Norðurlöndunum er rekstrarvandi fjölmiðla fyrst og fremst rakinn til alþjóðavæðingar, aukins vægis samfélagsmiðla og leitarvéla í birtingu auglýsinga og breyttrar fjölmiðlanotkunar
almennings m.a. með tilkomu snjalltækja. Fyrir liggur að þessi þróun hefur raskað tekjumódelum fjölmiðla. Samkvæmt framansögðu er það álit minnihlutans að sú tillaga meirihluta nefndarinnar að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði sé ekki nægjanlega ígrunduð og að draga megi í efa að hún sé til þess fallin að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla hér á landi.

Elva og Hlynur eru líka efins um að leyfa skuli áfengis- og tóbaksauglýsingar eins og meirihluti nefndarinnar leggur til:

Börn og ungt fólk er í auknum mæli að horfa á, hlusta á og lesa efni í erlendum fjölmiðlum og samfélagsmiðlum þar sem sömu takmarkanir eru ekki að finna á áfengis- og tóbaksauglýsingum og hér á landi. Minnihlutinn telur ekki ljóst hvaða áhrif slíkar breytingar á markaðssetningu myndu hafa á almenning og þá sérstaklega á börn og ungmenni. Það er því mat minnihlutans að
nauðsynlegt sé að ítarleg könnun og greining fari fram á áhrifum þess að heimila áfengisog tóbaksauglýsingar áður en unnt er að leggja til að heimilt verði að miðla áfengis- og
tóbaksauglýsingum hér á landi. Þá sé þörf á að rannsaka og greina hvort að afleiddur kostnaður í heilbrigðiskerfinu myndi aukast meira en því sem nemur auknum tekjum íslenskra fjölmiðla. Ef svo er þyrfti að skoða hvort hægt væri styðja við fjölmiðla með öðrum hætti, frekar en með aðgerðum sem að auka afleidd útgjöld ríkisins og eftir atvikum hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu þjóðarinnar.

 

Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, er ásamt Hlyni Ingasyni, fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis, efins um að taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði og að leyfa eigi birtingu áfengis- og tóbaksauglýsinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Gurrý flytur sig um set
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins