Kári Gautason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hann hóf störf mánudaginn 22. janúar, samkvæmt tilkynningu.
Kári er með meistaragráðu í búfjárerfðafræði frá Árósarháskóla og hefur frá útskrift síðastliðið sumar unnið að sérverkefnum hjá Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins. Þar áður starfaði hann við búskap í Vopnafirði ásamt ráðunautastarfi í loðdýrarækt hjá Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins. Kári er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og var við nám á búvísindabraut og landgræðslubraut, en lauk BSc gráðu búvísindum árið 2014.
Kári tekur við starfinu af Bergþóru Benediktsdóttur, aðstoðarmanni forsætisráðherra.