Mörgum er enn í fersku minni þegar Jón Þór Ólafsson missti stjórn á sér í pontu Alþingis í sumar, þegar hann fjallaði um tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra vegna skipan dómara í Landsrétt.
Sagði hann við það tækifæri:
„Við þurfum fokking tíma til að vinna þetta mál !“
Hann baðst strax afsökunar á að hafa notað „þetta orð.“
Jón Þór vísar í eigin orð á Pírataspjallinu í vikunni. Tilefnið eru ný gögn Stundarinnar um að dómsmálaráðherra hafi hunsað ráðleggingar og aðvaranir sérfræðinga um tillögu hennar, með þeim afleiðingum að Hæstiréttur dæmdi Sigríði brotlega gegn lögum.
Jón Þór deilir fréttinni á Pírataspjallinu og skrifar:
„Hún hefði betur tekið sér lengri ‘Fokking tíma’.“