fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Samtök atvinnulífsins segja launavísitöluna „ótækt viðmið“ sem gefi bjagaða mynd vegna ofmats á launabreytingum

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Samkvæmt grein á vef Samtaka atvinnulífsins, gefur launavísitalan sem Hagstofa Íslands reiknar út í hverjum mánuði, skakka mynd af launabreytingum í landinu. Þar segir:

Flestir standa í þeirri trú að launavísitalan sem Hagstofa Íslands reiknar sé sannur og réttur mælikvarði á launabreytingar í landinu. Því miður er svo ekki. Bjögun vísitölunnar, sem einkum felst í ofmati á launabreytingum, veldur því að vísitalan hækkaði að jafnaði um rúmlega 1% árlega umfram hækkun meðallauna á tímabilinu 2005-2016. Samtökum atvinnulífsins er ekki kunnugt um að önnur lönd noti sömu aðferð og Hagstofan við mat á launabreytingum.

Ákvarðanir kjararáðs undanfarin misseri um margra tuga prósenta hækkanir, þvert á ríkjandi launastefnu, hafa valdið miklum óróa í samfélaginu og stuðlað að upplausn á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa lagt mikla áherslu á að kjararáð endurskoði úrskurði sína eða að löggjafinn grípi í taumana með lagasetningu. Sama gildir um aðra sem nota launavísitölu til að ákveða launahækkanir, t.d. sveitastjórnarmanna. Samtímis þarf að breyta lögum um launavístölu og færa framkvæmdina til samræmis við það sem gerist í öðrum löndum.

Séríslensk vísitalaKjararáð hefur fram til þessa ekki rökstutt ákvarðanir sínar gagnvart almenningi með öðru en úrskurðum sínum. Nýleg birting línurits á vefsíðu ráðsins er undantekning þar á en það sýnir að kjararáðshópar hafi dregist aftur úr launavísitölu Hagstofunnar. Vegna ofmats vísitölunnar fellur sá rökstuðningur um sig sjálfan.

Samkvæmt lögum um launavísitölu skal Hagstofa Íslands reikna og birta launavísitölu mánaðarlega. Skal launavísitala sýna svo sem unnt er breytingar heildarlauna allra launþega fyrir fastan vinnutíma. Ákvörðun löggjafans um útreikning þessarar vísitölu var umdeild á sínum tíma og birtist m.a. í áhyggjum minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar um frumvarpið sem varð að lögum um launavísitölu þar sem segir m.a.: „…gæti birting opinberrar, lögformlegrar launavísitölu haft ýmis hliðaráhrif, t.d. svokölluð spíraláhrif, sem og að vísitalan gæti kynt undir óraunhæfum væntingum og kröfugerð utan kjarasamninga.“ Reynsla undanfarinna þriggja áratuga hefur sýnt að þessi varnaðarorð áttu fullan rétt á sér.

Kjararannsóknarnefnd forvera Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands hafði frá upphafi starfsemi sinnar árið 1963, og fram á síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar, birt niðurstöður sínar um launabreytingar á grundvelli breytinga á meðallaunum og reiknað út vísitölur út frá þeim. Síðar var gerð sú breyting að reikna breytingarnar út frá pörunum, þ.e. meðaltalsbreytingum sömu einstaklinga í sama starfi í sama fyrirtæki. Þegar í upphafi þessarar breytingar á aðferðafræði gerðu starfsmenn og stjórnendur kjararannsóknarnefndar sér grein fyrir því að í pörunaraðferðinni fælist bjögun niðurstaðna upp á við. Aðferðin gæfi ávallt hærri niðurstöðu um hlutfallsbreytingar en breyting meðallauna gerði. Laun einstaklinga á aldrinum 25-40 ára hækka hratt. Það skilar sér inn í vísitöluna ef pörun er beitt þótt ekki sé um eiginlega hækkun meðallauna að ræða.

Öll ríki birta upplýsingar um launabreytingar enda eru þær meðal mikilvægustu hagtalna um ástand og horfur í þjóðarbúskapnum og ein af lykilstærðunum fyrir þróun verðbólgu. Evrópusambandið hefur sett reglugerð um að aðildarríkin, og ríki Evrópska efnahagssvæðisins, skuli reikna ársfjórðungslega launakostnaðarvísitölu (e. Labour Cost Index) og í henni er útlistað hvernig hana skuli reikna.  Hún byggir á breytingum meðallauna að viðbættum launatengdum gjöldum. Í Svíþjóð er reiknuð launavísitala (s. arbetskostnadindex og löneindex), auk þess sem ESB-launakostnaðarvísitalan er reiknuð. Á vef sænsku hagstofunnar er útlistað hvernig vísitalan er reiknuð og byggir hún á breytingum meðallauna.

Órökstudd aðferðafræði
Samkvæmt Svenskt Näringsliv, systursamtökum SA í Svíþjóð, eru launabreytingar sem byggðar eru á pörunum hvergi birtar opinberlega nema á Íslandi. Slíkar upplýsingar séu eingöngu notaðar innanhúss hjá samningsaðilum. Launavísitalan í Svíþjóð eigi að mæla hvernig launakostnaður fyrirtækja þróist. Það sé gert með því að reikna hlutfallið milli meðallaunanna í síðasta mánuði og meðallaununum fyrir 12 mánuðum. Samanburðurinn byggi því ekki á samanburði milli sömu fyrirtækja og sömu einstaklinga. Sú aðferð sé eingöngu notuð til að meta áhrif kjarasamninga. Það sé oft mikill munur á þessum tveimur aðferðum. Launabreytingar hjá sömu fyrirtækjum og sömu einstaklingum séu yfirleitt 1-1,5% hærri en kostnaðarþróunin sem fyrirtækin standa frammi fyrir.

Hagstofan hefur ekki birt rannsóknir á aðferðafræði sinni eða áhrifum hennar. Þá hefur hún ekki sett fram rök fyrir því hvers vegna hún beitir öðrum aðferðum en systurstofnanir í öðrum löndum. Kjararáð réttlætir úrskurði sína með hækkun launavísitölu eins og að framan er getið. Þá eru launakröfur gjarnan rökstuddar með tilvísun til vísitölunnar, enda upplifa flestir að þeir hafi dregist aftur úr henni. Af ofangreindu er ljóst að slíkur rökstuðningur byggir ekki á traustum grundvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Í gær

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!