fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Tvö ævintýri á enda

Egill Helgason
Mánudaginn 22. janúar 2018 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur ævintýrum sem áttu að breyta og bæta hag Íslendinga lauk í dag – eða svo virðist manni.

Annars vegar er það verksmiðja United Silicor í Reykjanesbæ sem var lýst gjaldþrota. Þar lýkur raunasögu þar sem átti með öllum tiltækum ráðum að laða stóriðju á svæðið til að skapa atvinnu. Í grein sem Árni Sigfússon, þáverandi bæjarstjóri, skrifaði má fræðast um eina hliðina á þeirri sögu. Nú virkar það sem þarna stendur líkt og hreinustu öfugmæli.

Á  sama tíma gerðist það svo að ferðamenn tóku að streyma til landsins í áður óþekktum mæli – og nú vantar vinnuafl frekar en hitt á Suðurnesjum.

Kannski koma einhverjir og hirða reyturnar. En það hefur líka verið stungið upp á því að breyta verksmiðjunni í gróðurhús.

En Landsvirkjun situr uppi með sárt ennið og ónýtan orkusamning við hið gjaldþrota fyrirtæki. Og því má heldur ekki gleyma að meðal fjárfesta í United Silicor voru íslenskir lífeyrissjóðir. En svona leit þetta út í Víkurfréttum 2014.

 

 

Hitt ævintýrið er olíuleitin á Drekasvæðinu. Það kom að sönnu nokkuð á óvart þegar fréttist allt í einu í dag að Norðmenn og Kínverjar væru hættir við. Þetta þýðir að öll leyfin sem voru veitt til rannsókna á Drekasvæðinu eru í raun fyrir bí. Afar ólíklegt verður að teljast að íslenska fyrirtækið Eykon, sem átti 15 prósenta hlut í olíuleitinni, þegar risar eins og kínverska og norska ríkisolíufélagið hafa dregið sig til baka.

Það lengist semsagt biðin eftir því að Ísland verði olíuþjóð – og hugsanlega verður það aldrei. Ekki munu allir sýta það, en í frétt á Stöð 2 í kvöld ýjaði Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, að því að pólitík væri um að kenna. En ætli það sé ekki fremur því að hagkvæmni þess að dæla upp olíu úti á ballarhafi er vafasöm meðan olíuverð er svo lágt – en Norðmenn eru reyndar á fullu að bora norður í Barentshafi þar sem ekki er mikið dýpi. Það er ekki eins og frændur okkar séu háheilagir þegar olían er annars vegar.

Svona litu leyfin á Drekasvæðinu út þegar þau voru veitt af Orkustofnun árið 2014. Ég tek fram að kortið birtist á sínum tíma á Vísi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur