fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Metþátttaka Íslendinga í Bréf til bjargar lífi árið 2017

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hafa fleiri Íslendingar lagt mannréttindabaráttunni lið í hinni árlegu herferð Amnesty International Bréf til bjargar lífi eins og árið 2017. Alls voru tíu mál einstaklinga og hópa sem sæta grófum mannréttindabrotum tekin fyrir og söfnuðust hvorki meira né minna en 95.224 undirskriftir, bréf, stuðningskveðjur, sms- og netáköll þolendunum til stuðnings. Það verður að teljast undraverður árangur enda var Ísland á pari við undirskriftasafnanir í löndum eins og Svíþjóð og Bandaríkin, lönd sem telja milljónir og hundruð milljóna íbúa. Þessi einstaki samstöðumáttur Íslendinga er þakkarverður og við vitum að hann skilar raunverulegum breytingum í lífi þeirra sem minnst mega sín.

Bréf til bjargar lífi fór fram á yfir 30 stöðum um land allt land og átti fjöldi einstaklinga veg og vanda að framkvæmd þess í sínu sveitafélagi. Margir þessarra einstaklinga hafa staðið að Bréf til bjargar lífi í árafjöld með ótrúlegum árangri eins í Borgarnesi, á Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum, Ísafirði og víðar. Þá tók fjöldi bókasafna þátt eins og hin fyrri ár, auk þess sem nokkur ný söfn bættust í hópinn og félagsmiðstöðvar, grunn- og framhaldsskólar lögðu einnig sitt lóð á vogarskálarnar

Hápunktur herferðarinnar á síðasta ári var fimm daga gagnvirk ljósainnsetning á Hallgrímskirkju þar sem risastóru kerti var varpað á framhlið kirkjunnar og almenningi boðið að kynna sér málin tíu og skrifa undir þau á spjaldtölvum sem voru á staðnum.

Nöfnum allra þeirra sem skrifuðu undir áköllin tíu til viðkomandi stjórnvalda var varpað á framhlið kirkjunnar og kertaloganum þannig haldið lifandi. Þátttakendur létu ljós sitt skína á þolendur mannréttindabrota og þrýstu á um bjartari framtíð fyrir þessa einstaklinga og heiminn allan.
Þessi fallega hugmynd kveiknaði í samstarfi Íslandsdeildarinnar við hugmyndastofuna Serious Business Agency sem rekur sínar starfsstöðvar í Þýskalandi en listamaðurinn Jaime Reyes frá Venesúela var fenginn til að skapa og stýra ljósainnsetninguna.
Ljósainnsetningin var sýnileg vítt og breitt um Reykjavík og dró að sér gesti og gangandi sem ljáðu undirskrift sína til að halda loganum lifandi bæði með táknrænum hætti á kerti kirkjunnar og í reynd í lífi þeirra sem beittir eru skelfilegum órétti.

Gestir á öllum aldri og frá öllum heimshornum tóku þátt í að halda loganum lifandi á fyrstu fimm dögum desembermánaðar sem í huga margra tóku á sig töfrandi mynd í ljósaflaumnum. Alls söfnuðust 11.200 undirskriftir fyrir framan Hallgrímskirkju á fimm fyrstu dögunum í dimmum desember og með því var vonarljós kveikt í lífi þolenda mannréttindabrota og myrkrir staðir lýstir upp.

Eitt þeirra mála sem tekið var fyrir í ár var mál Shackeliu Jackson en hún heyr djarfa baráttu til að ná fram réttlæti fyrir morðið á bróður sínum Nakiea. Hann var skotinn til bana af lögreglu árið 2014. Látum Shackeliu eiga síðasta orðið:

„ …Þið eruð staðfesting á þeim alþjóðlega stuðningi sem ég þurfti á að halda til að endurskrifa sögu ranginda og ég er þakklát því að saga Nakiea átti nægilegan hljómgrunn hjá ykkur til að ég gæti notið stuðnings ykkar og seiglu. Þið hafið gert ferðalagið þolanlegt, stækkað vettvang baráttunnar og veitt þá leiðsögn og skapað það stuðningsnet sem er nauðsynlegt til að leiða fram breytingar í þessu ferliÞið gáfuð mér ekki aðeins öryggi og styrk heldur einnig miðil til að endurskilgreina uppgerðar sýn á Jamaíka og þjóðarleiðtoga okkar… Þið eruð hinar raunverulegu hetjur. Ósérplægni ykkar og eldmóður í baráttunni fyrir mannréttindum og mannlegri reisn um heim allan endurspeglast öllum þeim fjölda fólks sem fylkist á bak við herferðir ykkar og þeim árangri sem þið hafið uppskorið fyrir þolendur mannréttindabrota. Ég gæti haldið áfram en ég er viss um að kjarninn í þakklæti mínu hafi komist til skila svo ég segi að endingu, friður sé með ykkur, haldið áfram að vera kyndilberar breytinga og ljósið á vegi okkar…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið