fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Heiða Björg stefnir á 2. sætið fyrir Samfylkinguna

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykkti nýverið að valið yrði á framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningar með flokksvali þann 10 febrúar næstkomandi.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, gefur kost á sér í 2. sætið, samkvæmt tilkynningu:

„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í flokksvalinu og óska eftir stuðningi í 2. sæti framboðslistans.

Á yfirstandandi kjörtímabili, mínu fyrsta í Borgarstjórn Reykjavíkur, hafa verkefni mín verið afar fjölbreytt og mér hefur verið falin forysta á fjölmörgum mikilvægum og krefjandi sviðum borgarsamfélagins. Meðal annars hef ég setið í Borgaráði, Velferðarráði, Stjórnkerfis- og lýðræðisráði, stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis- og skipulagsráði, stjórn Bjarkarhlíðar og gengt formennsku í Ofbeldisvarnarnefnd, Heilbrigðisnefnd, Fjölsmiðjunni, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Strætó BS auk fjölmargra starfshópa um afmörkuð mál. Má þar t.d. nefna stefnumótunarhópa um Heilsueflingu í Reykjavík, atvinnmál fatlaðra og matarstefnu Reykjavíkurborgar.
Fjölbreyttara og skemmtilegra starf er vart hægt að hugsa sér, ekki síst þegar sýnilegur og mikilvægur árangur næst í góðu samstarfi. Þannig hefur það sannarlega verið á liðnum fjórum árum.

Góður rekstur, meiri velferð og stórfelld uppbygging
Eftir hremmingar hrunsins hefur rekstri borgarinnar verið snúið í rétta átt, stórauknu fjármagni er nú varið til skóla- og velferðarmála, stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur verið aukinn verulega og gríðarleg uppbygging húsnæðis hefur aldrei verið meiri. Reykjavíkurborg er einfaldlega á fleigi ferð í rétta átt á flestum sviðum mannlífsins.

Betri almenningssamgöngur og vistvænni borg
Þá er ég afar ánægð með þau mikilvægu skref sem tekin hafa verið í uppbyggingu betri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í minni tíð sem formaður Strætó bs. Afnám sumaráætlana, næturstrætó, aukin tíðni á völdum stofnleiðum, bætt þjónusta, aðgengilegri vagnar, vistvænni rekstur og betri ferðaþjónusta við fatlaða eru þar á meðal. Á sama tíma er unnið að fullum krafti að tilurð Borgarlínu, sem verður byltingarkennt skref í bættum almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, ef af verður.

Burt með misrétti og ofbeldi
Síðast en ekki síst, er ég afar ánægð og stolt, yfir þeirri miklu áherslu sem Reykjavíkurborg hefur lagt á jafnréttismál og baráttuna gegn ofbeldi. Launamun kynjanna hefur nánast verið útrýmt meðal starfsmanna SFR og að tillögu minn setti borgin á fót sérstaka ofbeldisvarnarnefnd þar sem Reykjavíkurborg og Lögreglan hafa viðtækt samráð við helstu hagsmunaaðila í baráttunni gegn ofbeldi. Undir minni forystu hefur Ofbeldisvarnarnefnd staðið fyrir fjölmörgum forvarnar og samstarfsverkefnum til að tryggja borgarbúum öruggarar umhverfi. Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis er eitt þessarar mikilvægu verkefna, sem hefur gjörbreytt aðstæðum þolenda og stórbætt samstarf lögreglu, þolenda og annarra hagsmunaaðila. Hafi einhver efast um mikilvægi þessa starfs, ætti #metoobyltingin að eyða þeim efasemdum. Við erum rétt að byrja.

Hálfnað verk þá hafið er
Í komandi borgarstjórnarkosningum verður ekki síst kosið um það hvort haldið skal áfram á þeirri braut vistvænnar uppbyggingar, jöfnuðar og aukinnar velferðar sem núverandi meirihluti hefur markað, undir forystu Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar. Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja að svo verði og býð því fram krafta mína í forystusveit Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur.

Allar nánari upplýsingar um störf og stefnumál mín, má finna á meðfylgjandi slóð:

https://www.facebook.com/heidabjorghilmis/   eða í síma, 6612205.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið