fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Hagsmunasamtök íslenskra fjártæknifyrirtækja stofnuð í dag

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georg Lúðvíksson, talsmaður Samtaka fjártæknifyrirtækja

Ný hagsmunasamtök íslenskra fjártæknifyrirtækja voru stofnuð í dag en tilgangurinn er að „gæta hagsmuna þeirra fjártæknifyrirtækja á Íslandi sem með nýsköpun í fjármálageiranum vinna að því breyta og bæta núverandi umhverfi fjármálakerfisins,“ líkt og segir í tilkynningu.

Stakkaskipti verða í samkeppnisumhverfi fjármálamarkaða á næstu árum og ræður þar mestu ný greiðsluþjónustutilskipun Evrópusambandsins (PSD 2). Þá eru tækninýjungar að ryðja burt aðgangshindrunum sem til þessa hafa staðið í vegi fyrir innkomu nýrra fyrirtækja á fjármálamarkaðinn.

Georg Lúðvíksson er talsmaður samtakanna:

„Það eru þónokkuð mörg fyrirtæki sem starfa á þessu sviði hér á landi, þetta er ein þeirra greina nýsköpunar í Evrópu sem er í mestum vexti. Ein meginástæða þess eru breytingar á lögum og reglugerðum, ekki síst PSD 2 reglugerðin sem þvingar banka til að veita aðgang að gögnum, þannig að aðrir geti veitt þjónustuna, með samþykki notendanna. Það liggur fyrir ð nánari útfærsla á þessu verður gerð hér á landi, Evróputilskipun sem fjármálaráðuneytið er að undirbúa innleiðingu á. Samtökin geta þá gætt sameiginlegra hagsmuna gagnvart löggjafanum, haft rödd inn í þessari vinnu, sem er eðlilegra að gera með samtökum en hvert í sínu horni,“

segir Georg.

Samkvæmt honum eru neytendur þegar farnir að sjá aukna stafræna fjármálaþjónustu frá nýjum fyrirtækjum á markaði. Framboð fjármálaþjónustu utan bankanna á eftir að aukast til muna í kjölfar tilskipunar ESB og kostnaður neytenda og fyrirtækja lækkar. Almennt er talið að evrópskir viðskiptabankar geti orðið af allt að fjórðungi tekna sinna á næstu árum vegna þessa en á sama tíma eru fjölmörg tækifæri fyrir banka að opnast og þróast – ekki síst með samstarfi við leiðandi fjártæknifyrirtæki um nýjar lausnir.

Stofnfélagar í Samtökum fjártæknifyrirtækja eru Aur, Framtíðin, Memento, Meniga, Kóði og RB. Aðild að samtökunum geta átt fyrirtæki þar sem meginstarfsemi snýr að nýsköpun, nýtingu og þróun á tæknilausnum á sviði fjármálaþjónustu.

Eva Björk Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, hvetur öll íslensk fjártæknifyrirtæki til að sækja um aðild að samtökunum.

Stjórn samtakanna skipa Eva Björk Guðmundsdóttir (Meniga), formaður, Sverrir Hreiðarsson (Aur) og Ellert Arnarson (Framtíðin). Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga hefur verið skipaður talsmaður Samtaka fjártæknifyrirtækja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið