fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Norskir atvinnurekendur skera upp herör gegn brotastarfsemi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannski stærsta ránið á fjármunum samfélagsins. Þetta segir Kristin Skogen Lund, framkvæmdastjóri NHO, samtaka atvinnulífsins í Noregi í frétt sem birtist á vef NRK. Við þurfum að bregðast harðar við. Hún er að bregðast við skýrslu sem kom út á síðasta ári undir yfirskriftinni Analyse av former, omfang og utvikling av arbeidslivskriminalitet og fjallar um brotarfsemi í atvinnulífinu – skýrslan er unnin í samstarfi við norska skattinn.

Þar kemur fram að brotastarfsemi í atvinnulífinu kosti Norðmenn 28 milljarða norskra króna árlega, það eru hátt í 400 milljarðar íslenskra króna. Eins og segir í frétt NRK mætti vinna mörg þýðingarmikil samfélagsleg verkefni fyrir þá fjárhæð.

Lund segir að atvinnurekendur verði sjálfir að taka frumkvæðið gegn þeim sem gerast brotlegir. Það útheimti meira eftirlit, meiri ábygð fyrirtækja gagnvart þeim sem þau eiga viðskipti við, meira gegnsæi, samfélagslega ábygð og að tryggt sé að farið sé eftir ákvæðum um kjör og starfsaðstæður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“