fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu.

Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi formanns Framsóknarflokksins, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptamálaráðherra 2006 – 2007. Árin 2002 til 2006 starfaði Arnar sem lögfræðingur hjá Símanum og sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu árin 1999 – 2002.

Arnar Þór mun á næstunni sinna afmörkuðum verkefnum fyrir ráðherra samhliða störfum sveitarstjóra en kemur að fullu til starfa í velferðarráðuneytinu í vor. Arnar Þór er annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar. Hinn aðstoðarmaðurinn er Sóley Ragnarsdóttir.

Arnar Þór er fæddur árið 1971. Maki hans er Gerður Beta Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Landspítala. Þau eiga saman þrjú börn; Arnar Frey 22ja ára, Ásrúnu Ingu, 11 ára og Eyrúnu Önnu 8 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla