fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Kjartan vill endurskoða samning ríkis og borgar um samgöngumál

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2018 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi í gær, að endurskoða þyrfti samning ríkis og borgar um samgöngumál frá árinu 2013, með því augnarmiði að hægt verði að fara í stórframkvæmdir í samgöngumálum í borginni. Samningurinn kveður á um svokallað „framkvæmdarstopp í samgöngumálum Reykjavíkurborgar“ að sögn Kjartans og að ríkið veiti borginni einn milljarð króna á ári til samgöngumála, sem annars hefði runnið til vegamála á landsvísu. Gildir samningurinn til ársins 2022. Var tillögunni vísað til borgarráðs, sem Kjartan telur ávísun á sveftun hennar.

 

Að sögn Kjartans hafa markmið samningsins ekki náðst:

„Samningurinn er í sjálfu sér viljayfirlýsing um að ríkið sé stikkfrí í samgönguframkvæmdum í Reykjavík í tíu ár og hann var gerður að frumkvæði meirihlutans í Reykjavík. Það verður að fella hann úr gildi til að það sé raunhæft að hefjast aftur handa við samgönguframkvæmdir í Reykjavík og hefja undirbúning að þeim. Ég vil helst ekki túlka skoðun meirihlutans en er hún ekki hluti af stefnu hans að þrengja að akstri fólksbíla í Reykjavík og ýta fólki þannig upp í strætó?  Nú er komin rúmlega fimm ára reynsla á samninginn og ljóst er að það hefur ekki tekist.“

 

 

Að sögn Dags B. Eggertssonar í Morgunblaðinu í dag, stendur ekki til að svæfa tillögu Kjartans í nefnd:

 

„Það stendur ekki til að svæfa tillögu borgarfulltrúans þótt henni sé vísað til umfjöllunar í borgarráði heldur felst í því tækifæri til að ná breiðri samstöðu um það stórátak í innviðafjárfestingu sem þarf að verða að veruleika á næstu árum í þágu samgöngumála höfuðborgarsvæðisins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla