fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Íslandskaupmennirnir fá nöfn og andlit

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. janúar 2018 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson tók eftir því að í Kaupmannahafnarþáttum okkar Guðjóns Friðrikssonar mætti sjá merki þess að við værum ekki miklir knæpusetumenn.

Sem er ágætt – nógir eru um fjárans brennivíns- og glötunar- og síkja-rómantíkina kringum þennan gamla höfuðstað.

Það er nokkuð til í þessu hjá Guðmundi Andra – í seinni þáttum nefnum við fáeina glataða syni þjóðarinnar sem rötuðu í ógæfu en við erum mestanpart að segja annars konar sögu. Í þættinum sem verður sýndur í kvöld er mikið fjallað um Íslandskaupmenn. Þetta er í anda bókanna Kaupmannahöfn, höfuðborg Íslands eftir Guðjón og Jón Þ. Þór, en þættirnir eru byggðir á þeim.

Kaupmennirnir sem koma við sögu í þáttaröðinni bjuggu flestir í hverfinu Kristjánshöfn og í Nýhöfninni. Þar segir Guðjón að hafi verið Íslandskaupmenn í öðru hverju húsi. Við vorum alin upp við það flest að verslun Dana á Íslandi hefði verið alvond. En það voru mörg tímabil í versluninni og kaupmennirnir misjafnir. Stundum var myljandi gróði, stundum tap. Á löngu tímabili fór nær öll verslun til og frá Íslandi í gegnum Kaupmanahöfn. Þegar Íslendingar fóru sjálfir að stunda verslun að ráði annað en að hafa bækistöðvar í Kaupmannahöfn, að minnsta kosti hluta úr ári.

Í þáttunum fá kaupmennirnir nöfn og andlit. Við getum nefnt Jonas Trellund sem fyrstur manna er vitað til að hafi flutt sykur til Ísland, mikinn ævintýramann sem hét Kort Adeler, Mikkel Wibe sem varð borgarstjóri í Kaupmannahöfn, Hans Nansen sem sigldi átján sinnum til Íslands, Andreas Björn sem var stærsti hluthafinn í Hörmangarafélaginu sem hefur farið fremur illt orð af.

Svo er það Niels Ryberg sem hóf saltfiskverkun á Íslandi, Mads Hansen sem byggði glæsihús þar sem nú er Strikið og átti dóttur sem var ein af ástkonum Kristjáns IV og Knud Pedersen Storm sem varð þess valdandi að Hólmfastur Guðmundsson var hýddur fyrir að versla hjá röngum kaupmanni.

Nær okkar tíma eru svo P.C. Knudtzon sem reisti hús við Bernhöftstorfuna sem enn standa,  Niels Örum og Jens Andreas Wulff sem ráku mikið verslunarveldi á Norður- og Austurlandi og Hans Arreboe-Clausen sem bjó við síki í Kristjánshöfn en á nokkurn ættboga á Íslandi.

Inn í þessa sögu blandast svo Íslendingar sem gerðust umsvifamiklir í verslun. Einna ævintýralegastur er Bjarni Sívertsen sem var bóndi úr Selvogi, verslaði um Suðurnes og í Hafnarfirði, kom sér upp allmiklum flota af kaupskipum og fór að stunda siglingar alla leið til Spánar og Ítalíu með fisk.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?