Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Kim Kielsen, formanni landsstjórnar Grænlands í dag. Á fundinum var rætt um góð samskipti Íslands og Grænlands, stöðu efnahagsmála og stjórnmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.
Katrín og Kielsen ræddu einnig umhverfis- og loftslagsmál, þar með talið bráðnun jökla, súrnun sjávar og plastmengun í hafi. Málefni norðurslóða og komandi formennska Íslands í Norðurskautsráðinu árið 2019 komu einnig til umræðu. Þá kom Kielsen á framfæri þakklæti Grænlendinga fyrir sýndan stuðning Íslands og íslensks samfélags í kjölfar náttúruhamfara á Grænlandi sumarið 2017.