fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Sóley Ragnarsdóttir ráðin aðstoðarmaður Ásmunds Einars

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóley Ragnarsdóttir

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu.

Sóley útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og lauk réttindum til að starfa sem héraðsdómslögmaður vorið 2012. Undanfarin sjö ár hefur Sóley starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu. Áður vann hún um tveggja ára skeið hjá Útlendingastofnun. Síðastliðin tvö ár var Sóley verið varamaður í úrskurðarnefnd velferðarmála. Einnig hefur hún tekið þátt í nefndastörfum á vegum Kópavogsbæjar frá árinu 2016.

Sóley á sæti í stjórn Framsóknarfélags Kópavogs, situr í fulltrúaráði Framsóknar í Kópavogi og er varamaður í stjórn þess ráðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla