fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Guðrún Ingvarsdóttir skipuð forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ingvarsdóttir

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Guðrúnu Ingvarsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins.

Guðrún er með M.Sc. próf í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en lokaverkefni hennar þar fjallaði um umbætur í samkeppnishæfni íslensks byggingariðnaðar. Þá er hún með M.Sc. gráðu í arkitektúr og löggildingu sem arkitekt.

Guðrún hefur víðtæka reynslu af bygginga- og húsnæðismálum en hún hefur undanfarið starfað í velferðarráðuneytinu við innleiðingu á aðgerðaráætlun stjórnvalda í húsnæðismálum. Áður starfaði Guðrún um árabil hjá Búseta sem forstöðumaður þróunar og nýframkvæmda og sem arkitekt og hönnunarstjóri hjá Arkþing og Arkís. Hún hefur jafnframt komið að ýmissi hagsmuna- og greiningarvinnu innan málaflokksins hérlendis og á norrænum vettvangi.

Alls bárust 28 umsóknir um stöðu forstjóra en þrír drógu umsóknir sínar til baka.

Hlutverk Framkvæmdasýslu ríkisins er að vera leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins. Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr.84/2001 um skipan opinberra framkvæmda og þar starfa 18 starfsmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla