Á morgun er Skattadagurinn svokallaði. Því miður er ekki um að ræða alþjóðlegan frídag, né niðurfellingu á greiðslu skatta þennan dag, heldur morgunverðarfund Deloitte á Íslandi í samvinnu við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. Þetta er 15. árið sem fundurinn fer fram.
Opnunarávarp flytur fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson.
Þá flytur Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, erindi sem heitir „Skattabreytingar-Ýmsum spurningum ósvarað.
Þar á eftir mun Helga Árnadóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, flytja erindi um skatta og gjaldtöku í ferðaþjónustu.
Skattalegir hvatar nýrrar ríkisstjórnar verða til umfjöllunar hjá Mörtu Guðrúnu Blöndal, aðstoðarframkvæmdarstjóra Viðskiptaráðs Íslands.
Þá mun Niels Josephsen, yfirmaður skattadeildar Deloitte Nordic, tala um strauma og stefnur í skattamálum á Norðurlöndum.
Fundarstjóri er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins.