fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Gray Line kærir Isavia til Samkeppnieftirlitsins – Segja ofurgjaldtöku halda farþegum í gíslingu

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 13. janúar 2018 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line (Allrahanda GL ehf.) hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunaraðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Gray Line telur að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia af hópferðabílum við flugstöðina sé margfalt hærri en eðlilegt getur talist og stríði alvarlega gegn hagsmunum neytenda.

 

Gray Line segir í kæru sinni að á Heathrow flugvelli sé tekið 3.900 kr. gjald fyrir stóra hópferðabíla sem sækja farþega. Isavia ætlar hins vegar frá og með 1. mars næstkomandi að taka 19.900 kr. fyrir hvert skipti sem stór rúta sækir farþega í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gjald Isavia er fimmfalt hærra en á Heathrow. Á flugvöllum á borð við Kaupmannahöfn, Billund og Stokkhólm og fleiri á Norðurlöndunum er ekkert slíkt gjald tekið og á Gatwick flugvelli er það 2.400 kr.

 

Þetta nýja gjald á að innheimta af hópferðabílum sem nýta svokölluð fjarstæði, langt frá flugstöðinni. Þessi gjaldtaka er til viðbótar við nýlegan samning Isavia við tvö hópferðafyrirtæki sem fá aðstöðu upp við flugstöðina og greiða þau 33-42% af farmiðasölu sinni til Isavia fyrir hana, eða rúmlega 300 milljónir króna á ári.

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir Isavia taka farþega í gíslingu:

„Ofurgjaldtaka í skjóli einokunar lendir að sjálfsögðu á engum öðrum en flugfarþegum. Gera má ráð fyrir að fargjaldið þurfi að hækka um 30-50% hjá öllum hópferðafyrirtækjunum til að Isavia fái sitt. Farþegar fá ekkert meiri eða betri þjónustu. Isavia tekur þá einfaldlega í gíslingu og heimtar lausnargjald svo þeir komist frá flugstöðinni.“

Gray Line fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að það taki ákvörðun til bráðabirgða um að stöðva fyrirhugaða gjaldtöku Isavia. Gray Line bendir á að akstur með farþega frá flugstöðinni sé hluti af heildarviðskiptum sem fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi byggt upp erlendis með miklum markaðskostnaði og fjárfestingum árum saman. Skyndileg og mikil hækkun stefni þessum viðskiptum í hættu svo óbætanlegur skaði geti hlotist af. Jafnframt sé vegið að umhverfisvænum og hagkvæmum ferðamáta milli flugvallarins og höfuðborgarsvæðisins.

Í kærunni bendir Gray Line á að samkvæmt frétt Isavia sé ætlunin að láta hin háu gjöld á farþega hópferðabíla niðurgreiða samkeppni við erlenda flugvelli um nýjar flugleiðir og flugfélög. Telur Gray Line þessi áform stríða gegn banni samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu og koma niður á samkeppni í farþegaflutningum til og frá eina alþjóðaflugvelli landsins.

Fram kemur í kærunni að samkeppni í áætlunarferðum til og frá flugstöðinni hófst ekki fyrr en Gray Line fór að keppa við Kynnisferðir árið 2011. Í áliti Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2013 kemur fram að vegna þessarar samkeppni hafi fargjöld lækkað til hagsbóta fyrir flugfarþega. Síðan þá hafa fleiri fyrirtæki farið að bjóða áætlunarferðir á milli höfuðborgarsvæðisins og flugstöðvarinnar. Óhófleg gjaldtaka Isavia stríðir að öllu leyti gegn hagsmunum neytenda í þessum efnum að mati Gray Line.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?