fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Styrmir gagnrýnir orð forsætisráðherra um Salek-samkomulagið

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, gagnrýnir á heimasíðu sinni orð Katrínar Jakobsdóttur um stöðu kjarasamninga og Salek-samkomulagið, sem hún viðhafði í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í gær. Þar sagði Katrín að meta þyrfti stöðuna þannig að byrja þyrfti á „ákveðnum núllpunkti“ og leggja þyrfti „nýjan grundvöll“ fyrir samtal stjórnvalda og vinnumarkaðarins.

 

 

 

Styrmir spyr hvort svo sé. Hann síðan leiðréttir orð forsætisráðherra, sem sagði að Salek- samkomulagið hefði verið undirritað árið 2013:

„Salek-samkomulagið var undirritað undir lok október 2015 (ekki 2013, eins og forsætisráðherra segir í samtalinu) og aðilar að því voru bæði ASÍ og Samtök atvinnulífsins. Í Morgunblaðinu á þeim tíma kom fram, að það nái til um 70% launþega í landinu. Ríkið sjálft var aðili að því samkomulagi og undirritaði það með formlegum hætti. Þá var sami fjármálaráðherra og nú. Hvað hefur breytzt frá því að þetta samkomulag var gert?“

Styrmir segir síðan að ríkið hafi ekki staðið við sinn hlut, kjararáð hafi kveðið upp úrskurð sinn um laun æðstu embættismanna aðeins hálfu ári eftir undirritun Salek-samkomulagsins. Hann kallar eftir rökum fyrir því að byrja á núllpunktinum og spyr hvort líklegt sé að það haldi aftur af einhverjum hópum í kjarasamningum, þó svo að fáir þeirra hafi ekki verið aðilar að Salek.

 
Að lokum segir Styrmir það rétt hjá forsætisráðherra, að kjarasamningar séu mikilvægasta verkefnið sem ríkisstjórnin standi frammi fyrir, en núllpunkturinn verðir fljótur að breytast í svæði þar sem „jarðsprengjur eru út um allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?