fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Eyjan

Brátt er hætt við að öll útibú loki

Egill Helgason
Mánudaginn 24. september 2018 22:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri VÍS segir að lokanir á útibúum fyrirtækisins út um land séu svar við kalli viðskiptavina.

Þetta er auðvitað bull.

Viðskiptavinir kalla ekki eftir því að skrifstofum sé lokað og fólk missi vinnuna. En það er hins vegar staðreynd að viðskipti af þessu tagi eru að miklu leyti komin á internetið. Þörfin fyrir að hafa opnar skrifstofur og útibú með starfsmönnum sem eru á staðnum, af holdi og blóði, hefur minnkað mikið. En lokununum er mótmælt víða um land, og bæði af sveitarstjórnarmönnum og þingmönnum. En VÍS ætlar ekki að gefa sig.

 

Einu sinni var gríðarlegur fjöldi bankaútibúa í miðbænum í Reykjavík. Ég er ekki lengi að telja upp í tólf sem er í mínu minni. Nú er aðeins eitt eftir – Landsbankinn gamli í Austustræti. Sum voru flutt undir því yfirskyni að þjónustan myndi batna.

Eftir fáa áratugi gæti þetta gengið lengra. Þá verða engin útibú og engir starfsmenn heldur. Verkin verða unnin með gervigreind, því sem er skammstafað AI á ensku. Talið er líklegt að störf í bönkum verði fljótt gervigreindinni að bráð. Það er til dæmis mun þægilegra að láta tölvu gera lánshæfismat en lifandi starfsmann. Eins verður líklega með tryggingafélögin.

Það er líka sagt að endurskoðendur muni hverfa, tölvur geta nokkuð auðveldlega leyst þá af hólmi, og hið sama er að segja um lögfræðinga. Flestir sem fjalla um gervigreind telja að þeir verði óþarfir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“