fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Braggablús borgarinnar: Náðhúsið kostaði 46 milljónir – „Hér hafa verið gerð stór mistök“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. september 2018 16:40

Deilt er um endanlegt leiguverð á Bragganum umdeilda. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs í dag lagði Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, fram bókun um „Braggablúsinn“ svokallaða, en Reykjavíkurborg gerði upp gamlan bragga sem fór 257 milljónir fram úr áætlun og er verkið enn óklárað.

Kolbrún setur kostnaðinn í samhengi við skerta þjónustu borgarbúa og tekur fram að náðhúsið í bragganum hafi eitt og sér kostað 46 milljónir:

„Braggaverkefnið óx stjórnlaust, frá 155 milljónum sem var áætlunin í 404 milljónir. Þetta er óásættanlegt. Hér hafa verð gerð stór mistök og eins og þetta lítur út núna mun þetta koma verulega við pyngju borgarbúa á meðan enn er húsnæðisvandi og biðlistar í flesta þjónustu s.s. heimaþjónustu aldraðra og sálfræðiþjónustu barna. Rétt er að nefna að um 200 manns með heilabilun hafa ekki hjúkrunarrými.

Borgarfulltrúa Flokks fólksins hefur fundið það á fjölmörgum að mikil óánægja er með þessa framkvæmd, mörgum finnst þetta ekki vera í neinu samhengi við dapran raunveruleika sem margir búa við hér í Reykjavík. Fjölmargt í þessu ferli ber keim af fljótræði og vanhugsun auk þess sem borgin tók ákvörðun um að opna fyrir krana. Bara rétt til að almenningur átti sig á því bruðli sem hér átti sér stað kostaði náðhúsið eitt og sér kr. 46. milljónir.“

HR og Minjastofnun greiði umframkostnað

Í kjölfarið kom Flokkur fólksins með eftirfarandi tillögu, þar sem leitast er eftir að Háskólinn í Reykjavík, sem mun leigja braggann og Minjastofnun, greiði umframkostnaðinn:

„Flokkur fólksins leggur til að fundnar verði leiðir til að leiðrétta þau mistök sem orðið hafa í öllu ferli er varðar uppbyggingu/byggingu umrædds bragga. Á þetta verkefni opnaði borgin fyrir krana, gaf út opinn tékka. Þessar leiðir sem borgarfulltrúinn vill að fundnar verði miðast að því að HR og Minjastofnun greiði þann umframkostnað sem orðið hefur á þessu verkefni. Áætlunin nam 155 milljónir en endaði í 404 milljónum. Flokkur fólksins er ekki tilbúinn að una þessari niðurstöðu f.h. borgarbúa og krefst þess að máli linni ekki fyrr en þeir aðilar sem hér eru nefndir og eru ábyrgir fyrir útþenslu verkefnisins greiði þennan umframkostnað eins og eðlilegt og réttlátt þykir.“

Ekki er ljóst hvaðan Kolbrún hefur sínar tölur, en samkvæmt svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Eyjunnar um kostnað verksins, var hann kominn upp í 415 miljónir þann 7. september og mun aukast þar sem verkinu er ólokið.

Sjá nánar: Braggablúsinn kominn í 415 milljónir -Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir

 

UPPFÆRT 

Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar gerði athugasemd við fyrirsögnina: „Braggablús borgarinnar: Klósettið kostaði 46 milljónir – „Hér hafa verið gerð stór mistök“ 

Í athugarsemdinni kom fram að fyrirsögnin væri röng, þar sem ekkert eiginlegt klósett væri í hinu svokallaða náðhúsi braggans, heldur væri náðhúsið í raun fyrirlestrasalur.

 Samkvæmt orðabók þýðir orðið „náðhús“ salerni, kamar, eða klósett.

Um náðhúsið segir í yfirlitsbréfi um verkið:

„Náðhús (fyrirlestra- og fjölnotasalur) var eins og nafnið segir til um salerni hótelsins. Húsið brann en eftir stóðu steinsteyptir útveggir og brenndar burðarsperrur í þaki. Steyptir útveggir voru styrktir með stálburðarvirki og langhlið endursteypt, sérsmíðaðir stálgluggar í takt við þá sem fyrir voru og smíðað nýtt þak sem lyft var upp frá útveggjum þannig að brenndar sperrur fengju notið sín. Sperrurnar setja sterkan svip á salinn.“

 Þar sem ekkert klósett er í náðhúsi braggans hefur fyrirsögninni verið breytt í samræmi við athugasemd Reykjavíkurborgar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“