fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. september 2018 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt vefsíðunni Wanderu er Reykjavík næstdýrasta borg í Evrópu. Aðeins Mónakó er dýrari. Úrtakið er 48 borgir og er Reykjavík í 47. sæti.

Í umsögn um Reykjavík er hún sögð meðal kostnaðarsömustu borga Evrópu og gildir einu hvort um kaffibolla eða hótelherbergi sé að ræða.

Hinsvegar er sérstaklega tekið fram að samkvæmt lögum megi nokkurn veginn allsstaðar tjalda hér á landi, jafnvel í görðum fólks, ókeypis. Sú staðhæfing er þó ekki alveg rétt, því ávallt þarf leyfi landeiganda þegar tjaldað er nærri bústöðum manna, samkvæmt 20. grein laga um náttúruvernd.

Bjórinn dýrastur í Reykjavík

Bjór í Reykjavík er sá dýrasti í borgum Evrópu. Meðalverð á hálfum lítra innlends bjórs á krana er 9,64 evrur, sem gera um 1200 krónur. Næstdýrasti bjórinn er í Osló, 8,95 evrur, þá er París og Helsinki saman í þriðja sæti, sjö evrur, Kaupmannahöfn, sex evrur, og Stokkhólmur í fimmta sæti, 5,82 evrur.

Til samanburðar er bjórinn 12 sinnum dýrari í Reykjavík en í Kænugarði (Kiev) í Úkraínu, en þar kostar hann 105 krónur íslenskar.

Dýrustu söfnin í Reykjavík

Aðgangseyrir inn á söfn er sá hæsti í Reykjavík, að meðaltali, eða 13,19 evrur, rúmar 1600 krónur. Vín er í öðru sæti, 13,14 evrur, Amsterdam í þriðja, 12,80 evrur, Róm í fjórða, 11,20 og Osló í fimmta, 10,92 evrur.

Næstdýrustu hótelherbergin

Hótelkostnaður er sá næstdýrasti í Reykjavík samkvæmt úttektinni, eða 317.65 evrur, rúmar 40.000 krónur. Miðað er við meðaltalsverð fyrir eina manneskju yfir eina nótt, á þeim hótelum hvar mest fæst fyrir peninginn.

Til samanburðar er hótelherbergið dýrast í Mónakó, rúmar 390 evrur nóttin, í þriðja sæti er Dublin á Írlandi, um 280 evrur nóttin, þá Amsterdam í Hollandi á 270 evrur nóttin og Lundúnir í Englandi á 268 evrur nóttin.

Næstdýrustu rúturnar

Reykjavík er næstdýrust þegar kemur að almenningssamgöngum. Þar er miðað við rútumiðaverð aðra leið í hverri borg, eða 3,70 evrur, eða 4733 krónur.

Vaduz í Liechtenstein er dýrust, 3,88 evrur, Osló í þriðja sæti, 3,68 evrur, Bern í Sviss í fjórða sæti með 3,62 evrur og Stokkhólmur í Svíþjóð með 3,49 evrur.

Næstdýrasta máltíðin

Þegar miðað er við meðalverð á þriggja rétta máltíð fyrir einn á meðaldýrum veitingastað, er Reykjavík næstdýrust, eða 48,23 evrur, sem gera rúmlega 6000 krónur. Mónakó er dýrust, 50 evrur, Vaduz í Liechtenstein í þriðja sæti, 43 evrur, Bern í Sviss í fjórða sæti, og Osló í fimmta, 42 evrur.

Til samanburðar kostar þriggja rétta máltíð sjö sinnum meira í Reykjavík en í Ankara í Tyrklandi.

Næstdýrasti kaffibollinn

Meðalverð á bolla af cappuccino er það næsthæsta í Reykjavík, eða 4,31 evra, eða um 550 krónur. Dýrastur er Kaupmannahafnarkaffibollinn, 4,75 evrur, í þriðja sæti er Osló, um fjórar evrur, þá Bern, 3,85 og loks Helsinki, 3,65 evrur.

Fimmta dýrasta leigubílaferðin

Þegar kemur að dýrustu leigubílunum er Reykjavík í fimmta sæti, miðað við meðalverð per kílómetra, eða 2,40 evrur. Dýrasta borgin er Lundúnir, 3,48 evrur.

 

Rauðu punktarnir eru dýrustu borgirnar, grænu þær ódýrustu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórn rísandi sólar?

Orðið á götunni: Ríkisstjórn rísandi sólar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar