fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Eyjan

Karen Kjartansdóttir til Samfylkingarinnar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. september 2018 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Kjartansdóttir, fyrrum upplýsingarfulltrúi United Silicon, hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. Vísir greinir frá.

Karen tekur við af Kristjáni Guy Burgess, sem lét af störfum árið 2016, í kjölfar slæms gengis Samfylkingarinnar í alþingiskosningum.

Karen segist við Vísi ekki veigra sér að taka við ögrandi verkefnum, hún sé haldin einskonar „áskorunarfíkn“ og sóknarfæri séu í stöðunni fyrir flokkinn:

„Og ef við gefum okkur að ekki verði kosið alveg á næstunni get ég ekki séð annað en það verði mjög gaman að koma að uppbyggingu þessa flokks og skýra stefnuna. Ég brenn fyrir fólki, venjulega horfi ég á pólitík út frá fólki. Stefnumál Samfylkingar í grunninn, sem byggjast á frjálslyndi og víðsýni, er nokkuð sem ég hef alltaf tengt mjög við.“

Karen sótti um að stýra Morgunútvarpi Rásar 2 í fyrra og hlaut hún stöðuna, en afþakkaði hana til þess að komast að hjá United Silicon. Áður var hún hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, frá 2013-2016.

 

Uppfært

Tilkynning Samfylkingarinnar um ráðningu Karenar:

„Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra hjá Samfylkingunni – jafnaðarmannaflokki Íslands.

Karen hefur mikla reynslu af störfum við verkefna- og viðburðastjórnun, fjölmiðlum og kynningarmál. Hún lætur af störfum hjá ráðgjafafyrirtækinu ATON þar sem hún hefur starfað við skipulagða upplýsingamiðlun og almannatengsl. Hún hefur áður starfað sem samskiptastjóri SFS, blaðamaður og pistlahöfundur á DV og einnig sem fréttamaður og varafréttastjóri á Stöð 2. Karen er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur Karen unnið fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagasamtök og félög í atvinnulífinu.

„Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að sjá hve stór hópur öflugra og hæfileikaríkra einstaklinga sýndu því áhuga að vinna með okkur að markmiðum Samfylkingarinnar og fyrir hugsjónum um betra samfélag. Á sama tíma og við bjóðum Karenu velkomna til starfa þökkum við öllum umsækjendum kærlega fyrir,” sagði Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur