fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Braggablúsinn kominn í 415 milljónir -Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. september 2018 17:15

Deilt er um endanlegt leiguverð á Bragganum umdeilda. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og fjallað hefur verið um, réðst Reykjavíkurborg í endurgerð bragga í Nauthólsvík sem farið hefur 257 milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Upphaflegt kostnaðarmat var 158 milljónir, en heildarkostnaður er kominn upp í  415 milljónir.

Í svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn Eyjunnar um framkvæmdarkostnað, kemur fram að endanlegur kostnaður liggi ekki fyrir á þessum tímapunkti, þar sem framkvæmdum sé ekki lokið.

Háskólinn í Reykjavík hyggst leigja braggann af Reykjavíkurborg og reka þar frumkvöðlasetur, en HR átti einnig fulltrúa í byggingarnefnd braggans og voru hinar kostnaðarsömu breytingar unnar í fullu samráði við háskólann.

Í leigusamningnum er kveðið á um að grunnleiguverð braggans sé 450 þúsund krónur á mánuði, en það taki mið af upphaflegum framkvæmdarkostnaði, sem var 158 milljónir króna.

Í samningnum er einnig ákvæði um að fari framkvæmdarkostnaður fram úr áætlun, þá greiði HR þriðjungshlut þess kostnaðar og reiknist leiguverðið með sama hætti og grunnleigan.

Þar sem framkvæmdarkostnaður er þegar kominn 257 milljónir fram úr áætlun er þriðjungshluti HR um 86 milljónir, eða 244 þúsund á mánuði.

Samtals er því leigan í heildina 694 þúsund krónur á mánuði fyrir afnot af bragganum. Leigan er vísitölutryggð og gildir samningurinn til 10 ára.

Leigutekjur Reykjavíkurborgar af bragganum eru því 8,3 milljónir á ári, en munu hækka í samræmi við við endanlegan framkvæmdarkostnað, sem líkt og áður segir, liggur enn ekki fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna