fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Segir meirihlutann meðvirkan gagnvart Félagsbústöðum – Fer fram á þjónustukönnun og viðhaldsmat

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 13:34

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist tala fyrir daufum eyrum meirihlutans þegar kemur að málefnum Félagsbústaða. Hún segir fjölmargar kvartanir hafa borist vegna skorti á viðhaldi, hárrar leigu og öðru sem snýr að stjórnun og launamálum Félagsbústaða, sem reknir eru undir B-hluta Reykjavíkurborgar. Kolbrún vill flytja reksturinn beint undir borgarsjóð.

Kolbrún hyggst leggja fram tvær tillögur á fundi borgarstjórnar í næstu viku, annarsvegar um að gerð verði könnun á þjónustu Félagsbústaða, og annarsvegar að gerð verði úttekt af óháðum aðila til að meta viðhaldsþörfina á eignum Félagsbústaða.

  1. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um könnun á þjónustu Félagsbústaða. Lagt er til að borgarráð samþykki að fá óháðan aðila til að gera könnun á þjónustumenningu Félagsbústaða í tengslum við samskipti starfsmanna fyrirtækisins við leigjendur. Við framkvæmd könnunarinnar skal leita til núverandi og fyrrverandi leigjenda og þá sem eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í dag og óska eftir að þeir taki þátt í könnuninni og veiti upplýsingar um álit sitt á viðmóti, viðhorfi og framkomu starfsmanna Félagsbústaða í þeirra garð. Greinargerð fylgir
    https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/64_tillaga_f_konnunfb_0.pdf

 

  1. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að fenginn verði óháður aðili til að meta viðhaldsþörf hjá Félagsbústöðum Lagt er til að borgarráð samþykki að fá óháðan aðila til að meta eignir Félagsbústaða þar sem kvartanir hafa borist vegna myglu eða annarra galla þegar ágreiningur er uppi á milli leigjanda og Félagsbústaða. Í matinu skal jafnframt koma fram hvers lags viðgerða sé þörf og hvort viðgerðir hafi verið framkvæmdar með fullnægjandi hætti. Greinargerð fylgir.
    https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/58_tillaga_f_vidhaldfb_0.pdf

 

Meðvirkur meirihluti

Á fundi borgarráðs í dag lét Kolbrún bóka eftirfarandi:

„Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur frá upphafi starfs verið að reyna að koma því áleiðis til borgarmeirihlutans að hjá Félagsbústöðum er margslunginn vandi m.a. viðmótsvandi og viðhaldsvandi og er álit þetta byggt á þeim fjölmörgum kvörtunum sem borist hafa. Ein tillaga  Flokks fólksins, sem lögð var fyrir borgarstjórn 19. júní og varðaði úttekt óháðs aðila á Félagsbústöðum s.s. leigusamningum og hvernig þeir eru kynntir leigjendum hefur nú þegar verið felld af meirihlutanum. Tillagan um að borgin hefji þá vinnu að skoða með raunhæfum hætti hvort færa eigi Félagsbústaði aftur undir A-hluta borgarinnar  hefur nú einnig verið felld. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst hann tala fyrir daufum eyrum meirihlutans og upplifir meirihlutann jafnvel vera meðvirkan með ástandinu enda hefur ekki verið tekið undir neinar ábendingar eða athugasemdir sem fram hafa verið lagðar í þessu sambandi. Borgarfulltrúi Flokks fólksins væri ekki að vinna vinnuna sína ef hann hlustaði ekki á borgarbúa í þessu efni sem öðru. Fyrirtæki undir B hluta borgarinnar á ekki að vera fjarlægt hvorki minnihlutanum né fólkinu sem það þjónar. Starf borgarfulltrúa felst m.a. í því að fylgjast með öllum borgarrekstrinum og hafa afskipti ef á þarf að halda og mun borgarfulltrúi halda áfram að gera það í þeirri von að tekið verði á vandanum fyrir alvöru og til framtíðar.“

Nánar um Félagsbústaði:

  • Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í desember 1996 að stofna hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af skýrslu sem Þórarinn Magnússon, verkfræðingur, hafði unnið fyrir borgina að beiðni borgarstjóra um rekstrarform félagslegs leiguhúsnæðis í borginni og var starfshópi, sem áður hafði unnið að sölu borgareigna falið að undirbúa stofnun félagsins.
  • Félagsbústaðir hf. voru stofnaðir 8. apríl 1997 og var byggt á norrænni reynslu af sambærilegum rekstri . Fyrirtækið er nær alfarið í eigu borgarsjóðs, en Velferðarsvið Reykjavíkur er skráð fyrir óverulegum hlut. Þrír menn sitja í stjórn fyrirtækisins og er núverandi formaður Árni Geir Pálsson. Rekstur hófst 16. júní sama ár með kaupum á 827 íbúðum af Reykjavíkurborg á markaðsverði á þeim tíma. Frá ársbyrjun 1998 tóku Félagsbústaðir hf. við öllum rekstri og umsýslu almennra félagslegra leiguíbúða Reykjavíkurborgar, auk tengdra verkefna sem áður voru unnin á vegum byggingardeildar borgarverkfræðings, Félagsþjónustunnar og ýmissra deilda í Ráðhúsinu. Húsnæðisdeild Félagsþjónustunnar var jafnframt lögð niður frá þeim tíma.
  • Megintilgangur með stofnun fyrirtækisins var að skilja rekstur félagslegra leiguíbúða Reykjavíkurborgar frá öðrum rekstri borgarinnar og bæta fjármálalega og faglega umsýslu rekstrarins. Jafnframt var ætlunin að byggja upp öflugt þjónustufyrirtæki á húsnæðismarkaði með sérþekkingu á rekstri fasteigna, um leið og kostnaður, árangur og ábyrgð yrði sýnilegri en áður. Hlutverk borgarinnar breytist úr því að vera beinn rekstaraðili í það að hafa eftirlit með gæðum þjónustunnar og veita nuðsynlegt aðhald að rekstri og fjárhagsstöðu rekstraraðilans.
  • Velferðarsvið Reykjavíkur annast úthlutun íbúðanna, sem eru leigðar út til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna sem uppfylla skilyrði um leigurétt í samræmi við reglur um félagslegt húsnæði og ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum.
    Í árslok 2015 áttu Félagsbústaðir hf. 2.326 íbúðir, samtals tæplega 170 þús. m². Meðalstærð íbúða var 75 m². Nær allar íbúðirnar eru staðsettar í fjölbýlishúsum, en þó nokkrar í raðhúsum og örfáar í einbýli.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum