fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Með og á móti: Launakröfur ljósmæðra

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 13. júlí 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með: Sara Oskarsson, varaþingmaður Pírata

„Verða ljósmæður fórnarkostnaður fyrir ímyndaðan stöðugleika á vinnumarkaði? Stöðugleika sem var gjörsprengdur af kjararáði þegar ráðamenn þjóðarinnar þáðu glórulausa launahækkun fyrir skemmstu.

Kröfur ljósmæðra eru hverfandi miðað við þær hækkanir sem sést hafa hjá ört stækkandi hópi fólks í fjármálageiranum og stjórnunarstöðum. (Undir formerkjum þess að mæta þurfi launum stjórnenda erlendis. Það er þvæla; það er engin eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum í útlöndum).

Kerfisbundið virðist ekki hægt að leiðrétta kjör kvennastétta á Íslandi.
Hræsni ráðamanna er algjör í ljósi þess að þeir vísa reglulega í ræðu og riti um hið meinta góðæri nútímans. Góðæri undir forystu VG en þrátt fyrir það er hurðinni skellt framan í kvennastétt!

Er það í nafni löngu sprengds stöðugleika eða áframhaldandi stefnu í átt að einkarekstri innan heilbrigðiskerfisins?

Hvað er það í raun og sann sem veldur því að ráðamenn þjóðarinnar hvæsa nú framan í ljósmæður, á meðan að þeir lepja sjálfir rjómann?“

 

Á móti: Páll Vilhjálmsson, kennari og bloggari

„Ljósmæður eru ekki öreigar.

Á mánuði eru ljósmæður með 850 þúsund krónur í heildarlaun. Meðalheildarlaun ASÍ-félaga eru um 700 þúsund krónur á mánuði. Ástæðan fyrir því að ljósmæður eru á hærri launum er sérmenntun.

Sérmenntun sína fá ljósmæður á kostnað ríkisins. Á meðan þær eru í námi standa þeim til boða niðurgreidd lán til framfærslu – líka á kostnað ríkisins.

Í ólögmætri kjarabaráttu, samanber hópuppsagnir, skreyta ljósmæður sig fatnaði með áletruninni ,,eign ríkisins“.

Við erum öll eign ríkisins. Til ríkisins greiðum við skatt og fáum margvíslegt á móti, til dæmis ókeypis menntun, heilbrigðisþjónustu og vernd laga og lögreglu fyrir lífi okkar og eignum. Ljósmæður telja sig óbundnar af þessum samningi ríkis og þegna og hafa hann í flimtingum.

Allur þorri ríkisstarfsmanna skrifaði undir kjarasamning upp á 10 prósent launahækkun. Ljósmæður setja sig ofar öðrum ríkisstarfsmönnum. Þær eru sérfræðistétt að springa úr frekju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni