fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Eyjan

Stúdentaráð sakar Lilju um lygar – Endurskipaði framkvæmdarstjóra án auglýsingar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. júní 2018 16:00

Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúdentaráð Háskóla Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, við ferli skipunar í embætti framkvæmdarstjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Þann 13. júní var framkvæmdastjórinn, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, endurskipuð til næstu fimm ára án þess að staða hennar væri auglýst opinberlega.

Í ályktun Stúdentaráðs segir að Lilja hafi sagt það vera stefnu sína að auglýsa ætti í stöður sem þessar, en óásættanlegt væri að hún gangi á bak orða sinna:

„Krafa stúdenta um að auglýsa eigi opinberlega í stöður sem þessar er skýr, og á að gilda í hvert skipti sem ráðningartímabili lýkur. LÍS leggja áherslu á að gagnsæi og fagmennska séu höfð að leiðarljósi í starfsemi ráðuneytisins og að vinnubrögð sem þessi endurspegli ekki þau gildi. Undir þetta tekur SHÍ. Stúdentaráði þykir óásættanlegt að mennta- og menningarmálaráðherra fari á bak orða sinna með slíkum hætti en í mars síðastliðnum sagði hún það vera sína stefnu að auglýsa ætti stöður sem þessar opinberlega og að ráðningin ætti að fara fram með gagnsæjum hætti.“

Þá er sagt að hvorki hafi verið gefin rökstuðningur fyrir valinu, né send út tilkynning þess efnis og ákvörðunin hafi ekki verið tilkynnt á stjórnarfundi sjóðsins þann 14. júní. Telja stúdentar að það samræmist ekki gagnsæju ferli við ráðningu og brjóti í bága við vandaða stjórnsýsluhætti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi