fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Brúin yfir Fossvoginn komin á teikniborðið

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. maí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafa samþykkt að kynna sameiginlega tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog skv. 40. gr. laga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 30. apríl 2018. 

Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15 og í þjónustuveri Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1 frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga og fimmtudaga og á föstudögum frá 8:30 til 15:00.  Á eftirfarandi vefslóðum Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar er að finna gögn tillögunnar; greinargerð, uppdrátt og umhverfisskýrslu: https://www.kopavogur.is/https://reykjavik.is/

Óskað er eftir að ábendingar við vinnslutillöguna berist fyrir 20. júní 2018. Ábendingar er hægt að senda á sveitarfélögin, hvort heldur sem er:

Skriflega til skipulags- og byggingardeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, b.t. skipulagsstjóra, eða á netfangið  skipulag@kopavogur.is.

Skriflega, til umhverfis – og skipulagsviðs Reykjavíkur, Borgartúni 12-14, b.t. skipulagsstjóra, eða á netfangið skipulag@reykjavik.is.

Brú yfir Fossvog milli Reykjavíkur og Kópavogs

Skipulagssvæðið

Skipulagssvæðið tekur l þess svæðis á landi og sjó sem mun falla undir og við fyrirhugaða brúartenginguyfir Fossvog milli Kópavogs og Reykjavíkur.  Í Reykjavík liggja norðurmörk deiliskipulagssvæðisins með mörkum Reykjavíkurflugvallar og í átt að Ylströndinni í Nauthólsvík. Í Kópavogi nær deiliskipulagssvæðið að deiliskipulagsmörkum Vesturvarar 38a og 38b og nær utan um fyrirhugaða landfyllingu og brúarendann. Stærð deiliskipulagssvæðisins er um 4,1  ha.

Tengill 

Brú yfir Fossvog – greinargerð deiliskipulagsllögu

Deiliskipulagsuppdráttur 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“