fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Eyjan

Dagur hæðist að hugmyndum Sjálfstæðisflokksins: „Hvað ætli komi næst?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. maí 2018 11:35

Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fer mikinn á Facebooksíðu sinni í dag. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn endanlega farinn á taugum og vísar í tíða fundi þeirra um stefnumál sín, ýmist með eða án Eyþórs Arnalds, oddvita framboðs þeirra, en í gær hélt Eyþór blaðamannafund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að kynna ýmis stefnumál í borginni, sm ekki hafa verið kynnt áður.

Á orðum Dags má skilja að hann telji stefnumál Sjálfstæðisflokksins nánast samin á staðnum, eftir hentugleika hverju sinni, óháð eftirspurn. Til dæmis segir segir hugmynd flokksins um samgöngumiðstöð í Kringlunni vera sjálfdauða:

„í gær varð ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er endanlega farinn á taugum. Flokkurinn rauk til að boðaði til fjórða blaðamannafundarins á álíka mörgum vikum til að kynna enn eina nýju stefnuskrána. Sú fyrsta byggði á stefnu grasrótarinnar og lagði áherslu á að notendur strætó ættu helst að skipta um vagn í Kringlunni. Enginn kannast reyndar við að hafa kallað eftir því eða samgöngumiðstöð í Kringlunni þannig að það var sjálfdautt.“

Því næst tekur hann fyrir hugmynd Eyþórs um að fella niður fasteignagjöld hjá tekjulægri eldri borgurum og minnist þess að hún hlaut ákúrur sveitastjórnarráðuneytisins og stangaðist á við lög. Að því loknu minnist Dagur á bíllausu byggðina við Örfirisey:

„Næst var haldinn blaðamannafundur – án Eyþórs – um að loka gömlu höfninni með göngu- og hjólbrú. Þetta er alveg sérstaklega vond hugmynd. Það var reyndar tekið kyrfilega fram að þetta væri einmitt bara hugmynd og virðast Reykvíkingar hafa almennt verið sammála um að það væri jákvæðasti þáttur málsins.“

Að lokum nefnir dagur Sundabrautina og segist bíða spenntur eftir hugmyndum Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu Orkuveitunnar:

„Og loks var í gær – án Hildar – haldinn fundur um að kosningar eigi að snúast um það að nú ætli ríkið loks að leggja peninga í Sundabraut – sem hafði ekki verið nefnt á nafn á hinum þremur fundunum. Hvað ætli komi næst? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gefið sér tíma til að reikna saman hvað hann er búinn að lofa miklu, viku fyrir viku. Ég bíð spenntur eftir að flokkurinn kynni stefnu sína um einkavæðingu Orkuveitunnar til að fjármagna allt bixið á blaðamannafundi í næstu viku, en oftast hefur Sjálfstæðisflokkurinn látið nægja að kynna þau plön að kosningum loknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hnífjafnt fylgi Harris og Trump – Örlítil sveifla getur ráðið úrslitum

Hnífjafnt fylgi Harris og Trump – Örlítil sveifla getur ráðið úrslitum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári skýtur föstum skotum á Ásdísi – Lofaði 1.401 íbúðum en skilaði 59

Gunnar Smári skýtur föstum skotum á Ásdísi – Lofaði 1.401 íbúðum en skilaði 59