fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Eyjan

Örn segir að sér hafi verið ógnað á landsfundi Sjálfstæðisflokksins: Landsfundarfulltrúar þokuðust ógnandi að ræðustólnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. apríl 2018 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örn Sigurðsson, arkitekt og fyrrverandi félagi í Sjálfstæðisflokknum, segi að sér hafi verið ógnað á landsfundi flokksins fyrir að tala með því að Reykjavíkurflugvöllur hyrfi úr Vatnsmýrinni. Þetta kemur fram í grein Arnar í Morgunblaðinu í dag, þar sem segir:

„Þá risu landsbyggðarfulltrúar, meirihluti landsfundarfulltrúa, úr sætum og þokuðust ógnandi nær sviðinu í Laugardalshöll.

Þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins bjargaði flutningsmanni úr pontu og krafðist þess að fallið yrði frá tillögunni því flokksstjórn tæki málið til umfjöllunar. Það gerðist að sjálfsögðu ekki og í kjölfarið gekk greinarhöfundur úr flokknum.“

Atvikið átti sér stað á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2001. Örn er í dag stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð. Í grein sinni heldur Örn því fram að skipulag starfsemi flokksins leiði til þess að landsbyggðarfulltrúar séu áhrifameiri á landsfundi flokksins en sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu. Leiði þetta til þess að stefna flokksins verði íhaldssamari og „heimóttarlegri“, til dæmis í Evrópumálum. Örn skrifar jafnframt:

„Landsbyggðaröfl ráða því öllu um stefnumótun á landsfundum þótt 65% atkvæða flokksins falli að jafnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ákvarðanir landsfunda eru bindandi fyrir ríkisstjórnir, þingmenn og borgarfulltrúa flokksins.“

Í lok greinar sinnar hvetur Örn kjósendur Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu til að gefa flokknum frí „uns tekist hefur að ráða bót á umræddum kerfisgalla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“