fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Mjög stór loforð

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. apríl 2018 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíma Davíðs Oddssonar kom Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík sér upp því fyrirkomulagi að birta fá en mjög skýr kosningaloforð. Í næstu kosningum á eftir var listinn svo birtur – og tilkynnt að loforðin hefðu verið efnd. Loforðin voru ekki alltaf sérlega stór, það var passað upp á að þau væru efnanleg.

Þetta er auglýsingin frá kosningunum 1982, árið sem Davíð Oddsson komst til valda í Reykjavík. Þarna er því til dæmis lofað að fækka borgarfulltrúm, leggja niður framkvæmdaráð svokallað, og svo að hætta við hluti eins og íbúðabyggð í Laugardal, síldarplön í Tjörninni og byggð við Rauðavatn.

Að ógleymdu því að selja ungversku Ikarus-strætisvagnana.

Eyþór Arnalds kynnti í gær loforð Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 26. maí. Það vekur athygli hversu loforðin eru stór.

Því er lofað að byggja 2000 íbúðir  á ári. Að stytta ferðatíma til og frá vinnu um 20 prósent. Fella niður fasteignaskatt á 70 ára og eldri. Að öll börn fái leikskólapláss við 18 mánaða aldur. Að svifryksmengum fari ekki yfir heilsuverndarmörk. Að Reykjavík verði grænasta borg Evrópu. Að afgreiðslutími í kerfinu verði styttur um helming.

Flest eru þessi markmið afar góð. En þetta eru mjög stór loforð – risastór miðað við það sem Davíð var að lofa á sínum tíma. Líklega mjög erfitt að efna þau á einu kjörtímabili – sumt virkar reyndar frekar eins og háleit framtíðarmarkmið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“