fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Magnar tónlist upp ofbeldið?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið rætt um bylgju ofbeldis sem gengur yfir Lundúnaborg, morðtíðni hefur hækkað, um tíma fór hún meira að segja yfir New York, þetta lýsir sér einkum í fjölda hnífaárása.

Ýmsar ástæður eru nefndar fyrir þessu, eitruð gengjamenning sem hefur breiðst út, niðurskurður hjá lögreglu, og svo eru náttúrlega þættir eins misskipting, stéttaskipting og ójöfnuður og langvinn aðhaldsstefna. Bæði Amber Rudd innanríkisráðherra og Sadiq Khan, borgarstjóri í Lundúnum, hafa átt í vök að verjast vegna þessa.

Ben Baumont-Thomas, tónlistarritstjóri Guardian, setur fram eina kenningu til í grein í blaðinu. Hún gengur út á að tegund af rapptónlist sem kallast drill endurspegli ekki bara ofbeldið, heldur hvetji beinlínis til þess. Þetta er afbrigði af svonefndu gangsta-rappi og er upprunnið í Chicago, borg sem er alræmd fyrir ofbeldi og gengi.

Í greininni er vitnað í rannsókn þar sem er sýnt fram á að drill sé beinlínis hættulegt, í textunum séu engar hömlur á því sem sagt er, og í gegnum tónlistina upplifi gengjameðlimir að þeir séu voldugir og geti leyft sér hvað sem er. Haft er eftir föður 15 ára drengs sem dó í hnífaárás sem var framin af rapptónlistarmanni að drill sé djöfullegt.  Baumont-Thomas birtir þetta myndband með grein sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar