fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Segir Eyþór vera að brotlenda í Reykjavík: „Ógerlegt að blása lífi í það sem dautt er“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 9. apríl 2018 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins

Róbert Trausti Árnason, fréttastjóri Hringbrautar, segir Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, vera að brotlenda í Reykjavík, í pistli sínum í dag undir merkjum Náttfara. Vísar hann til fylgis Sjálfstæðisflokksins í  niðurstöðum skoðanakannanna undanfarið:

Eyþór að brotlenda í Reykjavík

Samkvæmt skoðanakönnunum verður útlitið æ svartara fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Í Gallup-könnun sem gerð var dagana 8. mars til 4. apríl sl., mælist flokkurinn nú með einungis 26.3% sem er nánast sama fylgi og í kosningunum 2014 sem var það langlélegasta sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði fengið í sögunni. Þá var talað um 25.7% fylgi sem afhroð enda hefur flokkurinn hrakið alla borgarfulltrúa flokksins frá þeim kosningum út af listanum en það voru Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir.

Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er búinn að toppa í þessari kosningabaráttu og er á stöðugri niðurleið samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birtar hafa verið. Þjóðarpúls Gallups mælir flokkinn einungis með 0.7% meira fylgi en í kosningunum 2014. Á sama tíma styrkir Samfylkingin sig á toppnum og mælist nú með 31.5% þrátt fyrir stöðugan róg um Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Hann virðist bara styrkjast við árásir flokksmiðlanna Morgunblaðsins, Viðskiptablaðsins og Útvarps Sögu. Samkvæmt þessari könnun fengi Samfylkingin 8 menn kjörna af 23 og vantar ekki mikið upp á að ná níunda manninum inn. Ef Sjálfstæðisflokkurinn gefur aðeins meira eftir þá gæti sjöundi maður þeirra dottið út og níundi maður Samfylkingar náð inn.

Tæpar sjö vikur eru til kosninga og vitanlega getur margt gerst á þeim tíma. Ætla má að Píratar gefi eitthvað eftir en þeir mælast nú með 3 borgarfulltrúa inni. Viðreisn er í sókn og mælist með 2 fulltrúa. Vitað er að markmið Viðreisnar er að ná þremur borgarfulltrúum. Haldi óvinsældir ríkisstjórnarinnar áfram að aukast má gera ráð fyrir að stjórnarflokkarnir tapi fylgi fram að kosningum. VG mælist nú með 10.5% fylgi sem mun trúlega dragast saman til kosninga. Framsókn nær ekki manni inn en hafði 2 af 15 í síðustu kosningum. Afhroð blasir við Framsókn í borginni. Ekki er talið líklegt að ýmiss smáframboð fái umtalsvert fylgi.

 

Róbert Trausti Árnason fyrrverandi sendiherra og forsetaritari.

Yfirgnæfandi líkur eru nú fyrir því að Dagur borgarstjóri haldi velli með glæsibrag.

Eyþór Arnalds hét því þegar hann vann leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins að segja af sér í öllum stjórnum atvinnufyrirtækja sem hann er í og losa sig við öll tengsl við fyrirtæki og hagsmuni þegar hann tæki sæti í borgarstjórn. Enn hefur hann ekki tekið nein skref í þessa átt. Hann á sæti í stjórn Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið og hann er skráður fyrir fjórðungshlut í félaginu sem margir efast um að hann eigi raunverulega. Eyþór hefur ekki sagt sig úr neinum stjórnum eða losað sig við nein hagsmunatengsl svo vitað sé. Það hlýtur að koma að því að kallað verði eftir því að Eyþór standi við umrædd loforð.

Hins vegar má alveg velta því fyrir sér hvort Eyþór Arnalds sé þegar búinn að átta sig á því að tilraun hans og Sjálfstæðisflokksins til valdatöku í borginni hafi misheppnast fullkomlega og hann leiti því leiða til að koma sér út úr þeim örlögum að sitja fjögur ár í minnihluta og þurfa að fórna stöðu sinni í atvinnufyrirtækjum og fjárfestingum fyrir svo óspennandi verkefni. Spurningin er þessi: Mun Eyþór viðurkenna ósigur sinn og flokksins strax eftir kosningar 26. mai og segja sig úr borgarstjórn áður en hann tekur þar sæti og losna þar með undan þeirri eyðimerkurgöngu sem forysta í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur er og verður áfram?

Það fréttist af Eyþóri á Spáni um páskana. Hann valdi frekar að gera sér glaðan dag í sólinni en að reyna að blása lífi í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Enda er ógerlegt að blása lífi í það sem dautt er.

 

Rtá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka