fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Boða til þögulla mótmæla við Velferðarráðuneytið

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 9. apríl 2018 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Notendur Hugarafls og Geðheilsu – Eftirfylgdar (GET) boða til þögulla mótmæla við Velferðarráðuneytið, þriðjudaginn 10. apríl kl. 13:00 – 13:30.  Þetta kemur fram í tilkynningu.

Tilefnið er breytt landslag í geðheilbrigðisþjónustu þar sem rjúfa á 15 ára farsælt samstarf GET og Hugarafls – fagaðila og notenda. Í skýrslu sérstaks skýrslugjafa Sameinuðu þjóðanna um „Réttindi hvers manns til þess að njóta bestu mögulegrar líkamlegrar og andlegrar heilsu“ og samkvæmt „stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum“ sem Alþingi á að vinna eftir er samvinnu sem þessarri lýst sem framtíð geðheilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að með því að slíta í sundur samstarf sem þetta er verið að hverfa aftur til fortíðar, taka valdið af notendum, og skerða valmöguleika þeirra sem þurfa á þjónustu að halda vegna andlegra erfiðleika.

 Skorað verður á heilbrigðis- og félagsmálaráðherra að taka ábyrgð á stöðu mála og gera sér grein fyrir því að fjöldi fólks er að missa mikilvæga þjónustu. Þetta eru ráðherrar okkar notenda og sem slíkir ættu þeir að sjá sóma sinn í að hlusta á raddir okkar, virða þá reynslu sem við búum að, og taka þörf okkar á mismunandi úrræðum til greina.

 Í lok mótmæla verður afhent áskorun til ráðherra um að taka ábyrgð og tryggja notendum sambærilega þjónustu. Og boðið verði upp á öruggt húsaskjól svo áfram verði hægt að sinna öflugu hópastarfi með virkri þátttöku notenda, líkt og Geðheilsa – Eftirfylgd og Hugarafl hafa gert í opinberri samfélagslegri geðþjónustu í 15 ár.

tengil á viðburðinn má finna á facebook:  https://www.facebook.com/events/157311701609825/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur