Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík virðast ætla að verða býsna skrautlegar, sú spá ætlar að ganga eftir að fjöldamargir listar verði í framboði.
Það eru Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsókn og Píratar. Björt framtíð dettur út, en við bætist Viðreisn. Svo er það Miðflokkurinn, Alþýðufylkingin, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins. Svo er það framboð sem nefnist Höfuðborgarlistinn. Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti um helgina að hún ætlaði að bjóða fram í Reykjavík og í dag fréttist af nýju kvennaframboði sem Sóley Tómasdóttir stendur fyrir. Í síðustu borgarstjórnarkosningum leiddi hún lista VG.
Þetta eru alls þrettán framboð – og ekki óhugsandi að fleiri bætist við. Það verður stuð í fjölmiðlunum þegar allt þetta fólk fer að takast á um fylgið.