fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Flokkapólitíkin ræður hjá Isavia

Egill Helgason
Sunnudaginn 8. apríl 2018 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Sigurjónsson fjallar um það á ferðamálavefnum Túrista hvernig skipað er í stjórn Isavia. Nú er þessi stonfun orðin geysilega voldug meðfram gríðarlegri aukningu í ferðaþónustu. Hún hefur yfirumsjón með öllum opininberum flugvöllum á Íslandi – langstærsti bitinn er auðvitað hinn sístækkandi Keflavíkurflugvöllur og svæðið í kringum hann.

Kristján vekur athygli á því að skipað er pólitískt í stjórn Isavia, þ.e. það eru fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem fá þar sæti. Stjórnarformaðurinn er hinn margreyndi Ingimundur Sigurpálsson úr Sjálfstæðiflokknum í Garðabæ – sá hefur setið ótal stjórnum og ráðum auk þess að vera forstjóri Íslandspóst. Má kannski segja að hann sé sérstakur trúnaðarmaður.

Framsókn, flokkur samgönguráðherrans Sigurðar Inga, sækir sinn stjórnarmann reyndar í flugið – það er Matthías Imsland sem á árum áður var forstjóri Iceland Express heitins. Matthías hefur síðan meðal annars fengist við að aðstoða ráðherra Framsóknarflokksins.

Samkvæmt vefsíðu fríhafnarinnar í Keflavík er situr Matthías líka í stjórn hennar, en þar er stjórnarformaður Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Fulltrúi VG í stjórninni er Valdimar Halldórsson, forstjóri Hvalasafnsins á Húsavík, píratinn Eva Pandora Baldursdóttir situr þarna sem og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, sem er fulltrúi Miðflokksins og systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Þau fjögur sem sitja í varastjórn Isavia koma líka úr röðum þessara sömu flokka, þar á meðal er aðstoðarmaður samgönguráðherra og framkvæmdastjóri Vinstri-grænna, segir á Túrista.

Kristján Sigurjónsson nefnir að öðruvísi sé farið að á Norðurlöndunum. Þar sé ekki skipað í trúnaðarstöður af þessu tagi eftir pólitískum línum, heldur séu gerðar kröfur um reynslu og þekkingu.

Í Noregi og Svíþjóð heyra stærstu flugvellir landanna tveggja undir ríkisfyrirtækin Avinor og Swedavia. Fyrirkomulagið er því samskonar og hér á landi en pólitík ræður ekki þegar valið er í stjórnir Avinor og Swedavia. Í Svíþjóð er reglan sú að sérstök nefnd skilgreinir þær hæfniskröfur sem gera skal til þeirra sem sitja í stjórnum ríkisfyrirtækja. Kröfurnar eru m.a. byggðar á starfsemi viðkomandi fyrirtækis, framtíðarverkefnum og samsetningu stjórnar. Í framhaldinu fer í gang ráðningarferli stjórnarmeðlima sem endar með því að stjórn ríkisfyrirtækisins er mynduð. Auk þess fá starfsmenn Swedavia að velja einn úr sínum röðum til að sitja í stjórn og annan til vara. Stjórnarfólkið hefur ekki tengsl við stjórnarmálaflokka samkvæmt því segir í svari Swedavia.

Starfsfólk Avinor í Noregi á þrjá fulltrúa í átta manna stjórn fyrirtækisins en það er samgönguráðuneytið sem skipar hina fimm stjórnarmeðlimina. En ekki út frá störfum fyrir stjórnmálaflokka heldur starfsreynslu og þá sérstaklega úr viðskiptalífinu samkvæmt því sem segir í svari við fyrirspurn Túrista. Í reglugerð um starfsemi Avinor segir að innan stjórnarinnar skuli vera næg þekking til að tryggja að fyrirtækið sýni frumkvæði í rekstri flughafnar sem og í flugöryggismálum. Þetta eru sambærilegar kröfur og gerðar eru til þeirra sem sitja í stjórnum íslenskra fjármálafyrirtækja því þeim ber að hafa þekkingu á þeirri starfsemi sem viðkomandi fjármálafyrirtæki stundar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”