fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Þorbjörn Þórðar um formann Samfylkingarinnar: „Hvað er eiginlega málið?“ – Logi svarar fyrir sig

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 6. apríl 2018 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, tísti í morgun á Twitter, að hann skildi ekki gagnrýni Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni.

Gagnrýni Loga hafði yfirskriftina „Hin gleymdu“ og vildi hann meina að ríkisstjórnin hefði gleymt öldruðum og öryrkjum, sem og hinum tekjulægstu í samfélaginu:

„Í dag var kynnt fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, í 384 blaðsíðna bók, sem gæti allt eins heitið Hin gleymdu. Í henni er boðuð lækkun á neðra skattþrepi sem mun skila tekjulágum þrefalt minna en þeim tekjuhæstu. Þá eru hugmyndir um að verja fjármagnseigendur, einn hópa, gegn áhrifum verðbólgu, með nýrri útfærslu á fjármagnstekjuskatti. Barnabætur og vaxtabætur haldast algjörlega óbreyttar – næstu fimm árin. Það er reyndar þvert á fyrri loforð forsætisráðherra. Hækkuð framlög til öryrkja og aldraðra eru nánast eingöngu til að mæta fjölgun í þessum hópum. Þá er fjármagni til byggingu leiguíbúða, fyrir tekjulága, lækkað um helming á næstu árum. Í áætluninni birtist hægri stefna þar sem tekjuháum og fjármagnseigendum er hyglt á kostnað á lág- og millitekjuhópa. Í blússandi góðæri gleymast þeir tekjulægstu, eina ferðina enn.“

 

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður.

Þorbjörn sagðist ekki skilja þessa gagnrýni Loga:

„Ég skil ekki gagnrýni Loga Einarssonar á fjármálaáætlunina. Það leiðir af eðli máls að ef tekjuskattur lækkar um 1 prósentustig þá aukast ráðstöfunartekjur þeirra sem hafa hærri laun meira en þeirra tekjulægstu í krónum. Báðir hagnast samt á lækkuninni. Hvað er eiginlega málið?“

 

Logi svarar þessu á Facebooksíðu sinni, segir sér það bæði ljúft og skylt:

„Mér finnst einfaldlega ekki réttlátt að við sem þénum mest fáum þrisvar sinnum meira í skattaafslátt en einstaklingur á lágmarkslaunum. Fólk á lágum og millitekjum berst í bökkum í hverjum mánuði við að ná endum saman og ef eitthvað út af bregður lendir það í stórkostlegum vandræðum. Í stað þess að lækka skatta á okkur sem höfum nóg, ætti að verja þeim 14 milljörðum sem aðgerðin kostar til að styðja beint við þá sem minnst bera úr bítum í samfélaginu. Ég get nefnt barnabætur, vaxtabætur, hærri persónuafslátt eða grunnlífeyri aldraðra og öryrkja. Svo einfalt er nú það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni