fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Björn Bjarna segir smáflokka ekki nógu skipulagða til að ráða við formannsskipti – Spyr hvort Miðflokkurinn lifi kjörtímabilið

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 6. apríl 2018 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, fjallar um smáflokkana á þingi á heimasíðu sinni í dag og uppgjör innan þeirra. Hann segir smáflokka sem nái ekki að skapa skipulag sem geri þeim kleift að „skipta um fólk í brúnni án þess að allt fari á annan endann“, sjaldnast lifa lengi.

Vísar hann meðal annars til hrunsins á fylgi Bjartrar framtíðar og segir engan virðast standa við merki flokksins nema formaðurinn. Þá nefnir Björn Birgittu Jónsdóttur, sem hætti í Pírötum í gær, eftir langan aðdraganda. Um Birgittu segir Björn:

„Birgitta Jónsdóttir tók þátt í að stofna flokkinn á sínum tíma þegar Hreyfingin vildi ekki leyfa henni að fara á sínum vegum á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Taldi Birgitta þá best að berjast gegn spillingu í nýjum flokki. Nú segir hún skilið við Pírata af því að aldrei er leitað ráða hjá henni… […] Má draga þá ályktun að milli hennar og Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, séu litlir kærleikar. Á sínum tíma var vinnustaðasálfræðingur kallaður á vettvang til að taka á því sem Helgi Hrafn lýsti sem „ofbeldissambandi“ á meðan þau Birgitta voru saman í þingflokki. Miðað við fálætið sem Birgitta lýsir í sinn garð frá þingflokki Pírata ætti það ekki að breyta neinu fyrir störf þingmanna flokksins að Birgitta segi skilið við hann. Það minnir hins vegar á að smáflokkar sem ná ekki að skapa skipulag sem gerir þeim kleift að skipta um fólk í brúnni án þess að allt fari á annan endann lifa sjaldan lengi.“

Þá spyr Björn í lokin:

„Flokkur fólksins varð til í kringum Ingu Sæland og Miðflokkurinn í kringum Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Skyldu flokkarnir lifa út kjörtímabilið?“

Flestir myndu lítið segja við því að Flokkur fólksins teljist til smáflokks, en hugsanlega gætu Miðflokksmenn móðgast yfir þessum vangaveltum Björns, þar sem flokkurinn sló 30 ára gamalt met Borgaraflokksins í síðustu kosningum, yfir besta árangur nýs framboðs, en hann hlaut 10.9 % atkvæða. Var það almennt talið afar góður árangur hjá svo ungum flokki, með jafn umdeildan formann. Til samanburðar fékk Framsóknarflokkurinn 10.7% atkvæða í síðustu kosningum.

Björn virðist því telja Miðflokkinn til smáflokks, en ekki Framsókn, sem fékk þó færri atkvæði og minna fylgi en Miðflokkurinn. Með spurningu sinni gefur Björn til kynna, að áður gefnum forsendum, að Miðflokkurinn sé illa skipulagður og það stefni jafnvel í uppgjör innan flokksins, sem muni þá marka endalok hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni