fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

SUS gagnrýnir fjármálaáætlunina: „Ríkisútgjöld aukist með nær fordæmalausum hætti undir stjórn Sjálfstæðisflokksins“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Smári Birgisson, formaður SUS Mynd-SUS.is

Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gagnrýnd og hlutur Sjálfstæðisflokksins er þar ekki undanskilinn, en nefnt er að ríkisútgjöld hafi aukist síðastliðin ár með fordæmalausum hætti undir stjórn sjálfstæðisflokksins. Er þá sérstaklega harmað hversu mikið ríkisútgjöld muni hækka á næstunni, eða um 25% á næstu fimm árum. Þá er hækkun á kolefnisgjöldum gagnrýnd, þar sem það muni koma verst niður á efnalitlum einstaklingum og fjölskyldum, sérstaklega á landsbyggðinni.  Einnig er settur varnagli við hækkun skatta á ferðaþjónustu, þegar séu komin fram hættumerki vegna mikils kostnaðar ferðamanna við að koma til landsins.

Ályktunina má lesa í heild sinni hér að neðan:

Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar því að í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé gert ráð fyrir lækkun bankaskatts, tryggingagjalds, endurskilgreiningu á skattstofni fjármagnstekjuskatts og lægra skattþrepi tekjuskatts. Ennfremur er sérstaklega ánægjulegt að haldið verði áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs, framtíðarkynslóðum Íslendinga til heilla.

 SUS harmar þó hversu mikið ríkisútgjöld muni hækka á komandi árum. Verði fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að veruleika munu ríkisútgjöld aukast um 25% frá 2018 til 2023. Síðustu ár hafa ríkisútgjöld aukist með nær fordæmalausum hætti undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og útlit er fyrir að því muni ekki linna. Ljóst er að sá mikli ábati sem hefur hlotist sl. ár í efnahagslífinu skilar sér fremur til báknsins heldur en til einstaklinga og fyrirtækja í formi skattalækkana. Það er miður, því fé er betur ávaxtað í höndum einstaklinga heldur en embættismanna.

 Þá telur SUS fyrirhugaðar hækkanir á kolefnisgjöldum á eldsneyti til þess fallnar að koma verst niður á efnalitlum einstaklingum og fjölskyldum, þá sérstaklega á landsbyggðinni. Notkun bifreiða er agnarsmár hluti af kolefnislosun Íslands en skatturinn hefur teljandi áhrif á hag heimila í landinu.

 Ennfremur setur stjórn SUS verulegan varnagla við hækkun skatta á ferðaþjónustu. Það er fjarri sönnu að ferðamenn greiði ekki ríflega skatta þegar þeir koma til landsins. Þá er um að ræða atvinnuveg sem er í beinni samkeppni við ferðaþjónustu í öðrum löndum, en nú þegar eru hættumerki komin fram í ferðaþjónustu vegna þess hve dýrt það er að koma til landsins sem ferðamaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni