fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Eyjan

Sex íslensk nýsköpunarfyrirtæki fá styrki frá ESB

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Mann

Evrópusambandið tilkynnti fyrr í dag að ákveðið hafi verið að styrkja nýsköpunarstarfsemi 257 lítilla
og meðalstórra fyrirtækja (SMEs) í 31 landi. Tilgangurinn er að hjálpa fyrirtækjunum til að koma
afrakstri nýsköpunarverkefna þeirra fyrr á markað en ella. Sex íslensk fyrirtæki eru meðal styrkþega,
en Ísland tekur þátt í fjölmörgum samkeppnissjóðum Evrópusambandsins á grundvelli EES-
samstarfsins – Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Að þessu sinni er það rannsókna- og
nýsköpunarsjóðurinn Horizon 2020 sem styrkir þau fyrirtæki sem höfðu bestu áætlanirnar til að klára
ýmiss konar nýsköpunarverkefni. Alls bárust 2009 umsóknir, svo að samkeppnin var þónokkur.

 

„Þetta er enn eitt dæmið um þann gífurlega ávinning sem Ísland hefur af EES-samstarfinu. Íslendingar slá á sumum sviðum öll met og fá tvöfalt meira fé til baka úr sameiginlegum sjóðum Evrópusambandsins miðað við hvað þeir leggja inn í þá. En þetta er bara hálf sagan. EES-samstarfið hefur gert íslenskum frumkvöðlum – úr atvinnulífinu og í menntakerfinu – kleift að vera í samstarfi og samkeppni við kollega sína út um alla Evrópu og víðar. Nýsköpunarfyrirtæki, sem ættu ef til vill erfitt með að þrífast í 350.000 manna umhverfi Íslands, komast beint á 500 milljóna alþjóðamarkað, með öllum þeim tækifærum sem því fylgir, í gegnum EES. Og þau þurfa að standast mjög strangar kröfur til að fá að auki styrki frá Evrópusambandinu. Það væri athyglisvert að sjá úttekt á því, hversu mjög nýsköpunar-, rannsókna- og vísindastarf allt á Íslandi hefur tekið framförum á þessum 25 árum, sem bein afleiðing af þátttöku í samkeppnissjóðum ESB,“

segir Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.

Þess má geta að ekkert land stendur sig betur í að fá SME-styrki úr sjóðum Evrópusambandsins en
Ísland, því fimmtungur umsókna íslenskra aðila skilar árangri. Næstu lönd á eftir eru með 13%
árangurshlutfall, og allt niður í 1%.

Nokkur verkefni af þeim 257 sem styrkt eru að þessu sinni:

 Götuljós knúin sólarrafhlöðum;
 Hugbúnaður sem auðveldar eftirlit með framleiðsluferli iðnfyrirtækja;
 Ný tækni til að greina kæfisvefn;
 Nýtt farandgreiðslukerfi, líkt og posar;
 Pökkunarvél sem nýtir umhverfisvænt efni í umbúðir.

Íslensku fyrirtækin eru:
 Þula á Akureyri
 Curio í Hafnarfirði
 ICECAL í Mosfellsbæ
 SAReye í Mosfellsbæ
 Activity Stream í Reykjavík
 Skynjar Technologies í Reykjavík

 

Á þessu fyrsta stigi SME-styrkja fyrir smá og meðalstór fyrirtæki eru veittar 50.000 evrur til hvers
fyrirtækis (tæplega 6,1 milljón króna) til að búa til viðskiptaáætlun. Þau munu fá aðgang að sérstakri
þjálfun og aðstoð til að flýta fyrir viðskiptum, en þetta er þjónusta Evrópska nýsköpunarráðsins, sem
hefur nýlega verið sett á laggirnar. Einnig verður fyrirtækjunum veitt færi til að sækja alþjóðlegar
viðskiptakaupstefnur utan Evrópu.

Á Íslandi er það Rannís sem hefur umsjón með samstarfsáætlunum ESB og á stóran þátt í árangri
Íslands. Flest íslensku fyrirtækjanna hafa til að mynda áður fengið styrki úr Tækniþróunarsjóði Rannís
og má segja að grunnurinn hafi þar verið lagður að árangri hjá sjóðum ESB. Með styrkveitingunni í
dag eru SME-styrkir til íslenskra fyrirtækja komnir vel yfir milljarð króna, sem þó er bara brot af þeim
Evrópusambandsstyrkjum sem íslenskir aðilar hafa fengið í heildina. Fulltrúi Rannís situr í
stjórnarnefnd SME-styrkjanna.

Hér má sjá landakort sem veitir yfirlit um styrkþega, þar á meðal fjölmarga íslenska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vegakerfið: Ráðamenn svíkja þjóðina – komið að skuldadögum með innviðaskuldina

Vegakerfið: Ráðamenn svíkja þjóðina – komið að skuldadögum með innviðaskuldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Milljón dollara spurningin fyrir stjórnmálaflokkana – hvernig ætla þeir að lækka íslenska vexti?

Þorsteinn Pálsson: Milljón dollara spurningin fyrir stjórnmálaflokkana – hvernig ætla þeir að lækka íslenska vexti?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svona getur Joe Biden orðið versta martröð Repúblikana á síðustu mánuðum sínum í embætti

Svona getur Joe Biden orðið versta martröð Repúblikana á síðustu mánuðum sínum í embætti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón segir samgöngumál í algjörum ólestri og leggur til úrbætur

Jón segir samgöngumál í algjörum ólestri og leggur til úrbætur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Æstir lýsendur

Óttar Guðmundsson skrifar: Æstir lýsendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjálmar segir umræðu um samræmd próf ótímabæra á meðan lestur er slakur – Skóli án aðgreiningar hafi gengið sér til húðar

Hjálmar segir umræðu um samræmd próf ótímabæra á meðan lestur er slakur – Skóli án aðgreiningar hafi gengið sér til húðar