fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

Píratar á Suðurnesjum styðja ljósmæður og gagnrýna heilbrigðisráðherra: „Með öllu óásættanlegt“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar á Suðurnesjum             Mynd-Facebooksíða Pírata

Stjórn Pírata á Suðurnesjum, ásamt frambjóðendum Pírata í Reykjanesbæ, lýsa stuðningi sínum við ljósmæður í yfirstandandi kjaradeilu þeirra, en birt var yfirlýsing þess efnis á facebooksíðu Pírata á Suðurnesjum í gær.

 Stjórn Pírata á Suðurnesjum og frambjóðendur Pírata í Reykjanesbæ lýsa yfir stuðningi við ljósmæður í kjaradeilu þeirra. Ljósmæður eru nauðsynlegar í okkar samfélagi og vinna eitt af mikilvægustu störfum landsins sem er að taka á móti nýjum Íslendingum. Það er með öllu óásættanlegt að þeir hjúkrunarfræðingar sem mennta sig sem ljósmæður, með vaxandi ábyrgð og auknum tilkostnaði, lækki í launum, þetta þarf að leiðrétta strax.

 Þá gagnrýna Píratar heilbrigðisráðherra fyrir að ekki sé boðið upp á fæðingarþjónustu í Reykjanesbæ:

„Einnig vill stjórn Pírata á Suðurnesjum og frambjóðendur Pírata í Reykjanesbæ koma því á framfæri við hæstvirtan heilbrigðisráðherra að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki verið gert kleift að bjóða upp á þá þjónustu sem þarf til þess að allir íbúar í Reykjanesbæ geti átt sín börn í heimabyggð sem telur nú yfir 18 þúsund íbúa. Undanfarin ár hefur fæðingarþjónustu Ljósmæðravaktar verið lokað vikum saman yfir sumartímann og ekki hefur verið starfandi kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir þar í fullu starfi til lengri tíma. Þessi þjónustuskerðing er óásættanleg á svona fjölmennu svæði sem nær yfir öll Suðurnesin, þar sem íbúafjölgun hefur verið gríðarleg á undanförnum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?